Vorið 1956 fékk Hákon Bjarnason skógræktarstjóri nokkuð stóra landspildu afhenta í Vatnshlíð. Hann hófst von bráðar handa við að brjóta landið undir ræktun ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Nokkrum árum seinna reisti hann sumarhús fyrir fjölskylduna á þessum reit og stendur það hús enn.
Hákon var merkur frumkvöðull og þegar hann hafði undirbúið ræktun í Vatnshlíð töldu félagar í Skógræktarfélaginu að rétt væri að hefjast handa við samskonar landbótarvinnu suðvestur af Beitarhúsahálsi. Sumarið 1957 var 32 hektara landspilda girt og hófst gróðursetning vorið 1958 í nánast örfoka hlíðinni. Rofabarðstorfur voru stungnar niður, áburður borinn á börðin og grasfræi sáð þar sem þurfa þótti.
Með mikilli elju, þrautsegju og óbilandi trú á að hægt væri að græða landið tókst að breyta leirkenndum moldarflögum í gróskumikið gróðurlendi á löngum tíma.
Merkið er við lerkitré.
Leave A Comment