Víða í hraununum á Reykjanesskaganum má berja tilkomumiklar hrauntraðir augum; margar bæði langar og breiðar. Aðallega finnast hraunrásir í helluhraunum út frá gígopum þar sem efsta lag þunnfljótandi basaltkviku hefur storknað en bráðið hraunið haldið áfram að streyma í afmörkuðum farvegum undir eða á yfirborðinu. Rásirnar eru ýmist í gígveggjum eða í efri hluta hins nýrunna hrauns sem þegar hefur storknað að hluta. Lambagjá er afurð Búrfellshrauns, líkt og Búrfellsgjá, Selgjá og Kringlóttagjá norðaustar. Miklar hrauntraðir eru í ofanverðu Svínahrauni. Þessar traðir eru taldar til stórbrotnustu hrauntraða Reykjanesskagans. Lambagjá var friðlýst sem náttúruvætti árið 2009 ásamt Kaldárhrauni og Gjánum utan Kaldársels. Yfir gjána lá vatnsleiðslan frá Kaldárbotnum til Hafnarfjarðar. Undirstaða hennar er enn áberandi mannvirki þótt tréstokkurinn, sem var ofan á henni, sé horfinn. Þetta eru leifar af undirhleðslu fyrsta vatnsstokksins úr Kaldárbotnum um 1919. Vatninu var fleytt yfir Lambagjána og áfram yfir í Gjáahraunið og Gráhelluhraun þar sem það rann með undir hrauninu uns það kom upp í Lækjarbotnum. Þaðan var vatnið leitt í lokuðum tréstokk til Hafnarfjarðar.
Helluhraun er búið til í eldgosum úr eldborgum, dyngjum og gígaröðum. Hægt er að líkja Helluhraun við seig vökva þar sem það rennur fremur hratt, 5-20 km á klukkustund er algengur hraði. Hitastigið er í kringum 1120-1230°C. Einstakir hraunstraumar geta farið yfir 100 km áður en þeir storkna og mynda þá gjarnan traðir á hluta leiðarinnar.
Leave A Comment