Móskarðshnúkar nefnast móbergshæðir ofan við Stóra-Skógarhvamm með fallega mótaðri skál sem snýr opi mót norðri.

Það er vel þess virði að ganga upp að hnúkunum, t.d. á hlíðunum frá Bláfjallavegi ofan Óbrinnishóla, og skoða þessa náttúrusmíð sem lítur út eins tröll hafi útbúið þar hásæti sitt.

Þegar horft er af hæstu hnúkum blasa Undirhlíðar við til beggja handa. Í norðurátt má greina Kaldársel, Gjárnar, Klifsholt, Vífilsstaðahlíð, Móskarðshnúka, Esjuna, Skarðsheiði, Akrafjall og fleiri fjöll.

Um er að ræða mótun landsins, allt frá því um a.m.k. ellefu þúsund árum, þegar eldgos voru tíð undir jökli á síðasta ísaldarskeiði.