Áður en Ísland byggðist var birki eina trjátegundin sem gat myndað samfelldan skóg.

Íslenskt birki heitir reyndar ilmbjörk enda ilmar hún sérstaklega þegar birkið laufgast á vorin. Oft vex birkið sem runni en villt birkið getur náð allt að 15 m hæð.

Birki er ættkvísl jurta af birkiætt sem vaxa víða um norðurhvel jarðar. Birki er skylt elri (ölur) og hesli sem teljast einnig til birkiættar. Birkitegundum er skipt í fimm undirættkvíslir. Birkið er auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og ljósum pappírskenndum berki.

Lauf trjánna hafa verið notuð í te og jurtaseiði og er notað sem krydd. Best er það snemm­­­sumars því síðar verð­ur það beiskara.

Skoðaðu börkinn og laufblöðin sérstaklega.