Stekkjarstaur kemur fyrstur til byggða þann 12. desember

Aumingja karlinn missti báða fætur sínar í fjallgöngu í harðindavetri fyrir öld síðan þegar hann féll í sprungu á heimleið á Hofsjökli þar sem hyskið býr.

Það var fyrir tilviljun að hann hitti upprennandi ungan uppfinningamann að nafni Össur Kristinsson í berjamó og þegar hann sá hvernig var komið fyrir Stekkjarstaur vorkenndi hann honum svo að hann fékk þá hugmynd sem varð að fyrsta hjálpartækinu sem Össur er þekktur fyrir í dag.

Lausnarstafurinn er: V