Hann er þessi draumkenndi misskildi listamaður sem fyrirfinnst í öllum fjölskyldum.
Alltaf kátur þegar hann fær að njóta sín og þögull eins og gröfin í sköpun sinni. Hann kann á öll hljóðfæri sem til eru. Jafnvel á sög og teskeiðar!
Hann yrkir ljóð í atómfræðum, bragfræðum og alls kyns fræðum. Nokkur listaverk liggja eftir hann í gleymsku í gamla bænum Straumi við Straumsvík.
Hann skrifar leikrit og fer oft í ljósastaurahlutverk við sársaknað Hafnarfjarðarbíó.