Hamarinn, öðru nafni Hamarskotshamar (Austurhamar), í Hafnarfirði er ekki einungis náttúruvætti – í tvennum skilningi – heldur og stöndug fótfesta bæjarsamfélags við ofannefndan fjörð. Líkt gildir um uppverðaðan bróður hans; Setbergshamar (Þórsbergshamar). Á þeim báðum eru eru jökulminjar, einkum þó á hinum fyrrnefnda, sem ætlunin er að lýsa hér á eftir, enda setur hann hvað mestan svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Litlibróðir nefnist Vesturhamar, milli Strandgötu og Suðurgötu.

Fjölmargar álfasögur tengjast Hamarskotshamri, einu helsta kennileiti Hafnarfjarðarbæjar. Þar er sögð stærsta álfabyggðin í bænum og innan í Hamrinum á að vera álfahöll með glæstum sölum. Af þeirri ástæðu, sem og vegna eigin reisnar og ummerkja eftir síðasta ísaldarjökul, var talin þörf á að friðlýsa hann árið 1984. Af Hamrinum er hið ákjósanlegasta útsýni yfir miðhluta bæjarins sem og Hamarskotslækinn.

Hamarinn dregur nafn sitt af Hamarskoti, sem var þarna á túninu milllum hans og núverandi Flensborgarskóla.

Merkið er við birkirunna.