Hamarinn skiptist fyrrum í Austurhamar og Vesturhamar. Sá fyrrnefndi er nú jafnan nefndur „Hamarinn í Hafnarfirði“ og sá síðarnefndi hefur einnig verið nefndur „Litlihamar“.

Vélsmiðja Hafnarfjarðar var byggð undir Litlahamri. Sjórinn náði fyrrum upp að hamrinum svo illfært var fyrir umferð þar neðanvert, eða þangað til uppfylling var lögð undir veg. Áður fór nánast öll umferð um Illubrekku (Bröttubrekku) á Suðurgötu millum hamranna.

Suður og ofan af Litlahamri er Jófríðarstaðaholt. Það náði allt að sunnanverðum Austurhamri. Holtsgata dregur nafn sitt af því.

Enn má sjá leifar þess á auðu svæði milli Holtsgötu, Hlíðarbrautar og Hringbrautar. Í holtinu má sjá jökulsorfin hvalbök. Í því er og umtalsverð álfabyggð.

Merkið er við birkitré.