Sá minnsti af bræðrunum og sést varla þegar hann kemur í bæinn þann 14. desember.
Hann er 162 sm á hæð þegar hann stendur á tám og öfundaði Jóhann Svarfdæling eða Jóhann risa lengi vel eða þangað til að hann sá kosti þess að vera svona smár og lítill.
Til dæmis getur hann talað við býflugurnar sem svífa um túnbrekkur eða hann finnur ekkert til þegar hann fellur af hæð sinni.
Stórhættulegur þegar hann fer í heimsókn til Góu sælgætisgerðar.