Setbergshamrar, norðan við Setbergsbæinn eru nefndir tveir hamrar í örnefnalýsingu eftir Gísla Sigurðsson, Setbergshamarinn eystri og Setbergshamarinn litli.
Þar segir: „Setbergshamrar skiptast í Setbergshamar nyrðri og Setbergshamar syðri (Setbergshamar stóri og Setbergshamar minni). Þá eru þeir einnig nefndir Setbergshamar efri og Setbergshamar neðri, og er þá átt við klettana, sem Þórsberg stendur á og Ásberg stendur neðan undir.“
Á hömrunum eru stríðsminjar; þrjú skotbyrgi o.fl. auk steypts landamerkjastöpuls með koparskildi (sem stolið var af óánægðum landeiganda með landaskiptin millum Hafnfirðinga og Garðbæinga).
Merkið er við reynitré.
Leave A Comment