Setbergsholt er allt holtið kallað vestan frá hömrunum og austur eða suður um að Þverhlíð.
Upp frá fjárhúsinu (nú horfið) var Fjárhúsholt og þar efst á holtinu Nónklettar, en þeir voru eyktamark frá Urriðakoti. Ekkert annað nafn var á sunnanverðu Setbergsholti.
Selvogsgatan liggur áfram suður frá Svínholti að Setbergshlíð sunnan Setbergsholts, ýmist við hlíðina eða út á hrauninu, þar til kemur að Háanefi innst á hlíðinni, og héðan liggur gatan í selin. Þessi staður, Setbergssel, er reyndar einnig kallaður Kethellir, Kjöthellir og Selhellir.
Landamerkjalínan liggur í Markavörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er nefndur hellir. Honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots. Kethellirinn liggur örlítið hærra. Hér er líka að finna seljarústir; gerði og stekk. Meira er hér um rústir.
Kershellir er jarðfall, átta metrar að ummáli, nær hringlaga. Hann er stór og rúmgóður, hátt undir loft. Austur og upp úr honum er afhellir, nefnist hann Hvatshellir.
Merkið er við stóran stein.
Leave A Comment