Við vesturenda vatnsins hefur verið gert stórt og gott hjóla- og bílastæði þar sem gott er að hefja göngu við Hvaleyrarvatn.
Þaðan eru göngustígar umhverfis vatnið, um skógarsvæðið og einnig upp á Vatnshlíðina.
Þarna stóð um tíma hús sem Hafnarfjarðarbær lét flytja á staðinn og var m.a. nýtt sem aðstaða til náttúrukennslu. Ætlunin var að setja þar upp kaffisölu sem aldrei varð úr.
Hér er stutt í grillsvæði og leiksvæði.
Stolið merki nr. 2
Merki nr. 2 hefur verið stolið en það var við leisvæðið. Merki nr 3 er við birkiskóg aðeins austan við leikvæðið. Finnið bekk við stíginn.
Leave A Comment