Samhent hjón um ekki neitt. Grýla lét ekki deigan síga og eignaðist hrúgu af börnum.
Þess vegna elskar hún börn hvort þau séu í tómatsósu, í raspi, gufusoðin eða sem álegg á rúgbrauð. Hún reykir heimaræktuð fíflalauf og drekkur sterkasta hákarlalýsi til heilsubótar.
Leppalúði er þessi þúsundþjalasmiður, moldarbúi sem allar konur dreyma um að eignast og ræður engu í hellinum.
Hann sér um að þrífa, skipta á rúmunum, mjólka, um viðgerð á hellinum og að klóra Grýlu þegar við á.