Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnastaði segir: „Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með  Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á hrauni þessu var Kápuhellir.

Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselshöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson). Verður þá Straumsselsstígurinn innan merkjanna. Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur suður og upp í Laufhöfðahraun suður í selið. Frá Jónshöfða liggur Straumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar.“

Efst á Laufhöfða er Laufhöfðavarða. Hún er skammt norðan við Fornaselsstíg er lá upp í Gjásel og fyrrum alla leið upp í Fornasel. Varðan sú arna virðist fyrst og fremst vísa á Gránuskúta (Gránuhelli) í Litlaholt skammt sunnar.

Merkið er við vörðu.