Ofan Undirhlíða er Breiðdalur og Breiðdalshnúkur, Kjóadalirnir vestari og eystri og Slysadalir milli Undirhlíða og Leirdalshöfða.
Handan höfðans myndast tjarnir á veturna sem nefnast Leirdalshöfðatjarnir. Þegar horft er til austurs af hnúknum sjást Bollarnir eða Grindaskarðahnúkar ásamt Þríhnúkum og Kristjánsdalahorni, og í fjarska bera Vífilsfell og Hengill við himinn og í góðu skyggni sjást Skálafell, Botnsúlur og fleiri fjöll.
Á láglendi er þarna fjöldi hrauna frá ýmsum tímum, t.d. Tvíbollahraun, Skúlatúnshraun, Þríbollahraun, Rjúpnadyngjuhraun og Húsfellsbruni.
Í suðri er Fagridalur. Í dalnum eru óskráðar seltóftir, væntanlega frá Krýsuvíkurbæjunum. Dalirnir norðan höfðans nefnast Leirdalur (Slysadalur) og Breiðdalur vestast.
Merkið er undir móbergshól.
Leave A Comment