Seldalur er suðvestur af Hvaleyrarvatni og umlukinn hálsum og höfðum.
Selhöfði er norðan við dalinn og Stórhöfði suðvestan hans.
Þar á milli er annarsvegar Seldalsháls og hins vegar ónefndur háls sem tengir saman Stórhöfða og Langholt.
Dalurinn var mjög illa farinn þegar Skógræktarfélagið tók hann til ræktunar árið 1990. Uppgræðsla dalsins var hluti af átaki Landgræðsluskóga sem hleypt var af stokkunum í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands þetta sama ár. Seldalur leit ekkert sérstaklega vel út þegar ræktunarstarfið hófst. Á vetrum safnaðist vatn í dalbotninn og leirkenndur jarðvegurinn var mjög rokgjarn á sumrin í mestu þurrkum.
Meðlimir Skotveiðifélags Hafnarfjarðar höfðu verið með aðstöðu til skotæfinga í dalnum um frá 1968 til 1988 og þar var mikið magn af brotnum leirdúfum, höglum og öðru sem minnti á veru félagsmanna þar. Nú hefur dalbotninn verið græddur upp. Sunnan í Selhöfða eru leifar af stekk á grónum bala, sem bendir til að Seldalurinn hafi verið nýttur fyrr á árum.
Merkið er í fornum stekk.
Leave A Comment