Klofhóll var vestan til við Fjarðargötu (norðvestan Fjarðarkaupa). Af hraunbrúninni úr Fjarðargötu lá Hraunsholtsselsstígur fram á hraunið.

Stöðulgjóta lá á hægri hönd eða vestan við Fjarðargötu. Langalaut aftur á móti austan við og lá inn eftir hrauninu. Flatahraun lá suður af Löngulaut, sem einnig nefndist Sléttahraun. Kolla var laut rétt við Bruna suður af Flatahrauni. Þá  var Stekkurinn í Stekkjarlautinni vestur af Fjarðargötu og Húfugjóta þar suður af.

Þar suður af var svo Hádegishóll. Eyktarmark frá Hraunsholti og hornmark landa milli Hraunsholts, Garðahrepps og Hafnarfjarðar.

Stórhóll lá suðaustur frá Hádegishól. Selstígurinn lá suður með Hádegishól í Hraunsholtssel (sem var fyrrum suðaustan við hólinn).

Merkið er við hólinn.