1 – Greni

Húsið Eyrarhraun var byggt ofan Langeyrar árið 1904 af Engilráð Kristjánsdóttur og Sigurjóni Sigurðarsyni. Íbúðarhúsið brann vegna íkveikju árið 2005, en hafði áður staðið mannlaust í eitt ár. Varða er á kletti í hrauninu skammt frá þar sem bærinn stóð til minningar um fólkið sem þar bjó og/eða ólst upp. Sunnar eru miklir hlaðnir grjótgarðar. Ótrúlega margar tegundir eru til af greni. Sumir segja að þær séu allt að 80 en venjulega er talað um 50 tegundir. Greni er það sem krakkar kalla oft jólatré enda mikið notað um jólin víða um heim - sérstaklega rauðgreni og normannsþinur. Hér á landi er algengasta grenitegundin sitkagreni, en blágreni og rauðgreni eru líka algengar tegundir. Rauðgreni er smágerðara en hinar tvær tegundirnar og getur orðið ótrúlega gamalt allt að 1000 ára. Blágreni hefur dálítið bláleitan blæ og er heldur grófgerðara en sitkagreni. Til eru margir blendingar af greni og eru þau tré oft kölluð bastarðar. Hæð grenis er 30 til 50 [...]