minningarsteinn

6 – Systkinalundur

Árið 1989 reisti Skógræktarfélagið stein í þakklæti fyrir framlag þriggja systkina, Guðmundar, Ingi­bjargar og Gunnlaugs Kristbjarnarbarna löngu áður. Guðmundur var sandgræðslustjóri og mikill áhugamaður um sógrækt. Rausnarlegt framlag var notað til að girða svæðið til að verja það ágangi sauðfjár. Víða á svæði félagsins eru minningarsteinar og þá má finna á göngu um Höfðaskóg.

5 – Lerki

Fyrstu trén voru gróðursett í Gráhelluhrauni, eitt af Búrfellshraununum, 27. maí 1947. Fyrsta sumarið var 2.300 trjáplöntum plantað í hrauninu. Í námunda við minningarskjöld um Guðmund Þórarinsson kennara og skógræktarfrömuð má sjá há furu- og grenitré. Í norður frá steininum, sem skjöldurinn er festur á, má einnig sjá fallegt lerkitré. Lerki (Larix), áður kallað lævirkjatré eða barrfellir, er sumargrænt barrtré sem vex í barrskógabeltinu á norðurhveli eða til fjalla á suðlægari slóðum. Til ættkvíslarinnar teljast 10-15 tegundir en lerki er af þallarætt. Engin lerkitegund er ættuð úr mjög hafrænu loftslagi og því skortir nokkuð á að þær séu aðlagaðar íslensku veðurfari. Hins vegar virðast þær kunna mjög vel við íslenska eldfjallajarðveginn og vaxa því betur í rýru landi en aðrar ættkvíslir trjáa. Síberíulerki hefur frá því snemma á 20. öld verið notað til skógræktar á Íslandi. Rússalerki, náskylt síberíulerki eða afbrigði af sömu tegund, hefur mestmegnis tekið við af því frá um 1980 en síberíulerkið er viðkvæmara fyrir íslensku [...]

Go to Top