Ratleikurinn 2023 er hafinn!

Ratleikskortin eru komin í prentun og má nú þegar fá í Fjarðarkaupum, Bókasafninu, Ráðhúsinu, sundstöðum, N1 Lækjargötu, Ásvöllum og víðar. Sem fyrr eru 27 merki sem þátttakendur fá allt sumarið til að finna og um leið njóta verunnar í upplandi Hafnarfjarðar og reyndar inni í bænum. Leikurinn leiðir fólk að ýmsum minjum um mannvist, á áhugaverða náttúrustaði og víðar og markmiðið er að fólk njóti útiverunnar og um leið læri á okkar glæsilega umhverfi. Á Ratleikskortunum er fróðleikur um staðina og það sem þeir vekja athygli á og ítarlegri lýsingar eru hér á síðunni undir Ratleikur 2023. Það er Ómar Smári Ármannsson, mikill áhugamaður um Reykjanesskagann og sögu þess sem tekur saman fróðleikinn en Ómar heldur úti fróðleiksvefnum www.ferlir.is þar sem má finna óhemju mikinn fróðleik um Reykjanesskagann og ekki síst umhverfi Hafnarfjarðar. Ratleikskortið er frítt og þátttakendur hvattir til að merkja sér það strax og skrá svo niður tölur og stafi af þeim ratleiksmerkjum sem þeir finna. Leikurinn [...]