Ratleikur Hafnarfjarðar 2024 er hafinn
Þema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er „þjóðsögur og ævintýri“. Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, sem heldur úti fróðleiksvefnum ferlir.is, hefur tekið saman skemmtilegt efni um hvern og einn ratleiksstaðinn og það má því segja að í ár sé sagnaleikur í gangi og myrkfælnir eru hvattir til að klára leikinn áður en fera að dimma í haust. Ratleikskortin eru komin úr prentun og má fá án endurgjalds á eftirtöldum stöðum: Fjarðarkaupum Bókasafni Hafnarfjarðar Ráðhúsinu Bensínstöðvum N1 Suðurbæjarlaug Ásvallalaug Sundhöll Hafnarfjarðar og víðar Þó nokkur merki eru innanbæjar eða örstutt frá byggð og því ættu allir að geta tekið þátt. Leikurinn stendur til 24. september svo nægur tími er til stefnu og þátttakendur eru hvattir til að gefa sér góðan tíma og skoða vel umhverfið á leiðinni. Til að skila inn lausnum þarf minnst að vera búið að finna 9 merki en dregið er úr öllum innsendum lausnum og fjöldi vinninga í boði. Léttfeti: 9 merki Göngugarpur: 18 merki Þrautakóngur: 27 merki [...]