7 – Skátatúnið
St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, var stofnað 22. maí 1963 og nýttu félagar þess umhverfi Hvaleyrarvatn til útivistar og útilegu. Fljótt kom áhugi á að byggja skála við vatnið og fékk félagið úthlutað lóð og var skálinn Skátalundur vígður 25. júní 1968. Hófst þá trjárækt á svæðinu sem félagið hafði fengið frá Hafnarfjarðarbæ en á svæðinu voru engin tré, en víða melar og rofabörð. Á sunnudagsmorgnum hittast skátar og vinna í skálanum og umhverfinu og fólk er ávallt velkomið að kíkja við. Skátatúnið er stórt opið svæði með eldstæði í miðju, þar sem skátar halda útilegur og túnið nýtt til ýmissa nota. Vissir þú að kjörorð skáta er „Ávallt viðbúin/n“?