stekkur

3 – Fura

Í Stekkjarhrauni, einu af Búrfellshraununum, hafa einstaklingar plantað greni og furu, einkum nyrst og næst gömlu byggðinni, sem í fyrstu voru einungis sumarbústaðir. Tré hafa síðan sáð sér um nágrennið. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Hraunið tekur nafn sitt af stekk nyrst í hrauninu. Það var friðlýst árið 2009. Furan er fjölskrúðugust og mikilvægust af ætt barrtrjáa. Hún getur bæði verið tré og líka vaxið eins og runni. Það eru til um 80 tegundir af furu á norðurhveli jarðar. Furan er sígræn eins og grenið en nálar hennar eru mun stærri og eru margar saman í knippum. Furur eru vinsælar í garða vegna þess að það er hægt að stýra vexti þeirra með því að klípa brumin af á vorin og svo fara þær líka vel við steina og þess háttar og svo er hægt að velja afbrigði sem geta verið mjög lengi að vaxa. Furur [...]

4 – Stekkur

Í Hádegisskarði milli Grísaness og Ásfjallsaxlar er stekkur frá Ási. Stekkir voru yfirleitt tvískiptir, hlaðnir úr grjóti. Í þeim var ám og lömbum haldið fráskildum á meðan á mjöltum stóð. Áður fyrr voru ær mjólkaðar í seljum, en í lok 19. aldar færðust þau búverk heim á bæ. Víða má sjá stekki nálægt gömlum bæjum sem og örnefni þeim tengdum, s.s. Stekkjarlág, Stekkholt eða Stekkurinn. Stekkir voru nánast við hvern bæ á Reykjanesskaganum, stundum fleiri en einn. Stekkir í seljum voru tiltölulega litlir. Endurspegluðu þeir fjölda fjár á hverjum tíma. Upp úr sumum stekkjanna voru og hlaðnar fjárborgir. Nokkur dæmi eru um að hlaðnar hafi verið réttir við hlið bæjastekkjanna eftir að fráfærur lögðust af, s.s. við Garðastekk, Óttarsstaðastekk og Þorbjarnarstaðastekk. Gjarnan er bent á réttirnar sem stekkina fyrrum, en svo er alls ekki fyrir að fara. Sennilega er það vegna þess að leifar gömlu grónu stekkjanna eru í dag orðnir ógreinilegar fyrir augum ókunnugra. Ekki gleyma að [...]

9. Þorbjarnarstaðir stekkur – Hrútargjárdyngja

Stekkurinn ofan Þorbjarnarstaða er enn eitt dæmið um hvernig fólkið fyrrum hefur nýtt sér aðstæðurnar í hraununum til sjálfsbjargar. Stekkurinn (þar sem lömbin voru skilin frá mæðrum sínum í sumarbyrjun) er vel hlaðinn grjóti undir háu hraunhveli. Síðar var hlaðinn rétt út frá stekknum, enda stekkstíðin þá liðin undir lok. Skammt frá er Kápuskúti, fyrirhlaðið fjárskjól í gróinni hraunkvos. Ofar er Nátthagi í grónum hraundal. Segja má að fólk hafi kunnað að meta hvaðaneina er skjólgott hraunið umhverfis hafði upp á bjóða fyrrum.

Go to Top