5 – Virginíuheggur
Í Höfðaskógi, austan við vatnið er trjásýnilundur. Þegar farið er frá ströndinni eftir stígnum við endann á vatninu er snemma komið að nokkuð bröttum malarstíg upp í skóginn. Við fyrstu gatnamót til hægri má finna hluta trjásýnilundarins og m.a. Virginíuhegg, lítið til meðalstórt tré eða stórvaxinn runna með skærrautt lauf á haustin. Neðan við trjásýnilundinn er skógurinn þéttur en þar má ganga í suður og þá sést brátt niður að vatninu og ganga má niður á stíginn við vatnið. Trjásafnið var formlega vígt árið 1996 af Stefáni Pálssyni þáverandi bankastjóra Búnaðarbankans á 50 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Trjásafnið var í upphafi gjarnan nefnt „trjásýnilundur“. Trjásafnið er í hlíðunum norður og austur af Hvaleyrarvatni. Trjásafnið inniheldur barrviði, lauftré og runna. Trjágróðurinn í safninu er gróðursettur meðfram stígum í skóginum. Megin tilgangur með trjásafninu er að safna og sýna hvað hægt er að rækta hérlendis af trjágróðri með tiltölulega lítilli umhirðu. Safnið nýtist t.d. til kennslu í trjárækt og grasafræði en [...]