Hann var rétt 3 ára gamall þegar Leppalúði faldi þvöruskeið sem Þvörusleikir fékk nýverið í afmælisgjöf. Þvörusleikir var mjög skúffaður og grét og öskraði. En Leppalúði skemmti sér konunglega.
En það var til þess að ætíð síðan hefur Þvörusleikir tekið ástfóstri við alls kyns skeiðar og ausur.
En hann fer frá 15. desember að hnupla til dæmis í Fjarðakaupi. Hann hlakkar mest til þegar Leppalúði matreiðir kjöt í karrí og bíður með eftirvæntingu að matarleifar storkni á skeiðina.
Þá leggst hann í rúmið og sleikir unaðslega skeiðina þangað til hann sofnar með ánægjusvip.