Í Stekkjarhrauni, einu af Búrfellshraununum, hafa einstaklingar plantað greni og furu, einkum nyrst og næst gömlu byggðinni, sem í fyrstu voru einungis sumarbústaðir. Tré hafa síðan sáð sér um nágrennið. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Hraunið tekur nafn sitt af stekk nyrst í hrauninu. Það var friðlýst árið 2009.
Furan er fjölskrúðugust og mikilvægust af ætt barrtrjáa. Hún getur bæði verið tré og líka vaxið eins og runni. Það eru til um 80 tegundir af furu á norðurhveli jarðar. Furan er sígræn eins og grenið en nálar hennar eru mun stærri og eru margar saman í knippum. Furur eru vinsælar í garða vegna þess að það er hægt að stýra vexti þeirra með því að klípa brumin af á vorin og svo fara þær líka vel við steina og þess háttar og svo er hægt að velja afbrigði sem geta verið mjög lengi að vaxa. Furur geta orðið allra trjáa elstar venjulega 300-600 ára en sagt er að þær geti jafnvel orðið allt að 4000-5000 ára gamlar. Fræ furunnar eru í könglum og eru könglarnir hnatt- eða egglaga. Könglarnir geta verið árum saman á trénu án þess að haggast. Sumir könglar opnast ekki nema við skógarelda, það hefur sennilega verið til þess að hún fjölgaði sér ekki nema í neyð.
Fura er mikið notuð í húsgögn og til húsasmíða. Á Íslandi eru margar furutegundir ræktaðar s.s. broddfura, lindifura, stafafura, skógarfura og bergfura. Bergfura var flutt til landsins 1899 og vex t.d. í Heiðmörk og í Öskjuhlíð.
Leave A Comment