Í nálægð selja voru nátthagar þar sem smalar héldu fjárhópnum saman að næturlagi. Ýmist er um að ræða náttúrulegar hvilftir, skjólsælar lautir eða skjól undir hraunbrúnum.

Nátthagar voru nauðsynlegir fyrrum, hvort sem um var að ræða nálægt bæjum eða í seljum. Á síðarnefndu stöðunum var þeim gert að gæta að fénu frá síðdegismjöltum til morgunmjalta. Hvað var því ákjósanlegra fyrir þá en að geta hvílt bæði féð og þá sjálfa. Smalarnir hljóðu sér gjarnan skjól úr grjóti þar sem þeim var hlíft fyrir veðri, vindum og regni. Þessi smalaskjól má í dag víða finna fallin á hæðum, ásum eða undir hraunveggjum.

Lesa má meira um smalaskjólin undir lið 23.

Ekki gleyma að taka prentaða kortið með þér!