11. Óttarsstaðir – álfakirkja
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði segir m.a.: „Kattarhryggur var langur bali rétt suðaustur af Vesturbænum að Óttarsstöðum. Sunnan við Kattarhrygginn er klettur margsprunginn, er nefndist Stólpi eða Álfakirkja í lægð. Bjó jafnan huldufólk í þessum klettum. Mátti því ekki hreyfa þar við strái, ekki vera í leik eða hafa mikinn hávaða". Messað var í Álfakirkjunni á Jónsmessunótt eftir miðjan júní. Nóttin er ein af mögnuðustu nóttum ársins og fylgja henni margar þjóðsögur. Kýr geta tekið upp á því að tala en hver sá sem verður vitni af því getur sturlast. Á Jónsmessunótt fara álfar og huldufólk á stjá og náttúran tekur hamförum. Allir Íslendingar hafa heyrt um lækningarmátt daggarinnar sem myndast á grösum Jónsmessunætur. Fjölmargir hafa þá venju að velta sér upp úr dögginni naktir og trúa því jafnvel að þá megi óska sér. Upphaflega var 24. júní heiðin sumarsólstöðuhátíð þar sem lengsta degi ársins var fagnað. Síðar ákvað Rómverska kirkjan að afmæli Jesú og Jóhannesar skírara skyldu [...]