16. Tobbuklettsrétt vestari – draugasaga

Tobba, Þorbjörg, var yfirsetukona af tröllsættum við nátthaga í Grenigjám í landi Straums. Þegar skyggja tók síðla sumars átti draugur það til að áreita hana, án meinsemda í fyrstu. Draugur þessi fór víða og eru nálæg örnefni því til staðfestingar, s.s. Draugadalir á Alfaraleiðinni, þar sem hann angraði ferðamenn, Draughóll og Draughólshraun. Síðarnefndu örnefnin urðu til eftir að Tobbu leiddist ásælni draugsa eina nóttina, sat fyrir honum norðaustan við klett þann er við hana er kenndur, og kom honum að óvörum. Eftir langvinn átök sá draugurinn sitt óvænna og flúði uppi í torfært hraunið ofanvert þarf þar sem hann hvarf inn í háan hól, en þar sem Tobba stóð móð eftir birtust fyrstu sólargeislar morgunskímunnar yfir Lönguhlíðum með þeim afleiðingum að hún varð að steini - þar sem hún er enn í dag. Nú nefnist nátthaginn Tobbuklettsrétt. Há varða, Tobbuklettsvarða, er á hól skammt norðar. Undir honum eru hleðslur; Tobbubæli. Ari Gíslason segir í örnefnalýsingu: „Austur af Rauðamel, norður [...]