Slysadalir hétu áður Leirdalir. Eftir að útlendur ferðamaður kom frá Krýsuvík með þrjá til reiðar á 19. öldinni og hafði farið um Hvammahraun og niður Fagradal að vetrarlagi (hin leiðin var um Helluna þarna vestan af, í austanverðum hlíðum Sveifluhálsins ofan við Kleifarvatn, en það mun hafa verið óvegur og ekki fyrir hesta).
Þegar ferðamaðurinn kom niður í Leirdali voru vilpur í dalnum og voru þær ísi lagðar. Fór svo að maðurinn missti tvo hesta sinna niður um ísinn, en mannskaði varð ekki.
Enn má sjá grónar stórar þúfur í Slysadal, en það ku vera dysjar hestanna tveggja.
Leave A Comment