gudnig

About Guðni Gíslason

This author has not yet filled in any details.
So far Guðni Gíslason has created 58 blog entries.

Nýr Jólaratleikur

Jólaratleikur Hafnarfjarðar er nýjasti ratleikurinn í Hafnarfirði og gerður að beiðni Hafnarfjarðarbæjar. Smelltu á og sæktu Jólasveinar listamannsins Jean Antoine Posocco hafa prýtt miðbæ Hafnarfjarðar frá 2014. Hann gerði fyrstu skissurnar af jólasveinunum árið 2002 og komu þeir út í bók árið 2005. Ratleikurinn gengur út á að skanna QR kóða á límmiða sem er á hverjum ljósastaur sem jólasveinarnir eru á. Það leiðir fólk á síðu þar sem er stutt frásögn af viðkomandi sveini og lausnarstafur. Staurarnir með jólalsveinunum, Jólakettinum og Grýlu og Leppalúða eru 15 og því 15 lausnarstafir sem mynda lausnarorðið. 15. merkið leiðir þátttakendur á síðu þar sem lausnarorðið er ritað inn ásamt upplýsingum um þátttakandann. Dregið verður svo úr réttum lausnum og verðlaun verða veitt á Þorláksmessu þar sem allir þátttakendur fá Prins Polo. Leikurinn er hannaður af Guðna Gíslasyni hjá Hönnunarhúsinu ehf., útgefanda Fjarðarfrétta, fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð. Hjálparblað má fá á Bókasafninu, Byggðasafninu, Hafnarborg og í gróðurhúsunum á Thorsplani eða sækja [...]

2 – Grýla og Leppalúði

Samhent hjón um ekki neitt. Grýla lét ekki deigan síga og eignaðist hrúgu af börnum. Þess vegna elskar hún börn hvort þau séu í tómatsósu, í raspi, gufusoðin eða sem álegg á rúgbrauð. Hún reykir heimaræktuð fíflalauf og drekkur sterkasta hákarlalýsi til heilsubótar. Leppalúði er þessi þúsundþjalasmiður, moldarbúi sem allar konur dreyma um að eignast og ræður engu í hellinum. Hann sér um að þrífa, skipta á rúmunum, mjólka, um viðgerð á hellinum og að klóra Grýlu þegar við á. Lausnarstafurinn er: A

3 – Stekkjarstaur

Stekkjarstaur kemur fyrstur til byggða þann 12. desember Aumingja karlinn missti báða fætur sínar í fjallgöngu í harðindavetri fyrir öld síðan þegar hann féll í sprungu á heimleið á Hofsjökli þar sem hyskið býr. Það var fyrir tilviljun að hann hitti upprennandi ungan uppfinningamann að nafni Össur Kristinsson í berjamó og þegar hann sá hvernig var komið fyrir Stekkjarstaur vorkenndi hann honum svo að hann fékk þá hugmynd sem varð að fyrsta hjálpartækinu sem Össur er þekktur fyrir í dag. Lausnarstafurinn er: V

4 – Giljagaur

Hann er þessi draumkenndi misskildi listamaður sem fyrirfinnst í öllum fjölskyldum. Alltaf kátur þegar hann fær að njóta sín og þögull eins og gröfin í sköpun sinni. Hann kann á öll hljóðfæri sem til eru. Jafnvel á sög og teskeiðar! Hann yrkir ljóð í atómfræðum, bragfræðum og alls kyns fræðum. Nokkur listaverk liggja eftir hann í gleymsku í gamla bænum Straumi við Straumsvík. Hann skrifar leikrit og fer oft í ljósastaurahlutverk við sársaknað Hafnarfjarðarbíó. Lausnarstafurinn er: E

5 – Stúfur

Sá minnsti af bræðrunum og sést varla þegar hann kemur í bæinn þann 14. desember. Hann er 162 sm á hæð þegar hann stendur á tám og öfundaði Jóhann Svarfdæling eða Jóhann risa lengi vel eða þangað til að hann sá kosti þess að vera svona smár og lítill. Til dæmis getur hann talað við býflugurnar sem svífa um túnbrekkur eða hann finnur ekkert til þegar hann fellur af hæð sinni. Stórhættulegur þegar hann fer í heimsókn til Góu sælgætisgerðar. Lausnarstafurinn er: S

6 – Þvörusleikir

Hann var rétt 3 ára gamall þegar Leppalúði faldi þvöruskeið sem Þvörusleikir fékk nýverið í afmælisgjöf. Þvörusleikir var mjög skúffaður og grét og öskraði. En Leppalúði skemmti sér konunglega. En það var til þess að ætíð síðan hefur Þvörusleikir tekið ástfóstri við alls kyns skeiðar og ausur. En hann fer frá 15. desember að hnupla til dæmis í Fjarðakaupi. Hann hlakkar mest til þegar Leppalúði matreiðir kjöt í karrí og bíður með eftirvæntingu að matarleifar storkni á skeiðina. Þá leggst hann í rúmið og sleikir unaðslega skeiðina þangað til hann sofnar með ánægjusvip. Lausnarstafurinn er: E

7 – Pottaskefill

Ah, Pottaskefill! Hann er svo fljótur að jafnvel Lukku-Láki er letingi í samanburði við hann. Hann, eins og svo margir aðrir bræður hans í hellinum, hefur lifað við matarskort í æsku og þurfti að bjarga sér til að lifa af frostmikla vetur. Hann hefur hnuplað aðallega um allt Suðurland og um allt Norðurland. Snemma byggði hann upp þol með því að hlaupa eins og fætur toguðu til að forðast byssuskot bænda og kökukefli húsmæðra. En hann hefur verið langt á undan sinni tíð og hendir aldrei mat þótt úldinn sé. Lausnarstafurinn er: Ó

8 – Askasleikir

Aaææjææ...! Stærsti galli hans er að hann getur ekki haldið kjafti eina einustu mínútu! Ekki vegna þess að hann tali svo mikið heldur vegna stærðarinnar tungu í munninum á honum. Vesalingurinn varð á messunni sem barn þegar hann festi tungu sína á grýlukerti við útikamarinn heima og rann á sama augnabliki nokkrum metrum lengra með tunguna fasta á grýlukertinu. Hann lærði ekkert á vitleysunni og hefur margsinnis fest sig á frosna staura og auglýsingaskilti. Gera aðrir betur í heimskunni. Lausnarstafurinn er: G

9 – Hurðaskellir

Hurðaskellir skellur í lás þann 18. desember og drífur sig í bæinn til að skella hurð og aðra loka eins og vitleysingur. Þessi árátta Hurðaskellis varð þegar bróðir hans Kertasníkir kastaði til hans dínamíti í stað kertis sem sprakk í andlitið á honum. Við það missti hann heyrnina. Undanfarið hefur líf hans verið erfitt því allir læsa húsum og bílum. Nú til dags sést hann mest á hjúkrunarheimilinu Sólvangi öllu starfsfólkinu til ama en heyrnarlausir aldraðir dýrka hann. Lausnarstafurinn er: I

10- Skyrgámur

Allir Íslendingar borða skyr! Það er hollt og fullt af próteini. Vandamálið er ef maður borðar of mikið af því er hættan á að maður prumpi vinstri hægri í tíma og ótíma. Við matarborðið á aðfangadagskvöld er það ef til vill ekki ilmurinn sem gestirnir vilja gæða sér á. Við erum sammála því en hann Skyrgámi er alveg skítsama um það. Enda er það skemmtilegasta sem hann gerir á aðfangadagskvöld! En hann er í svo góðum félagsskap á jólunum að hyskið tekur undir með honum. Lausnarorðið er: A

11 – Bjúgnakrækir

Bjúgu eða sperðlar eins og sumir vilja kalla þau voru mjög algeng á borðum landsmanna fyrr á öldinni á veturna. Folaldabjúgu, kindabjúgu, bjúgur á fótum, nei þær flokkast ekki undir mat ... og kartöflur og jafningur. Namminamm. Hjá hyskinu eru bjúgur á matborðum tvisvar í viku! Ekki nóg segir Bjúgnakrækir! Þess vegna fer hann milli bóndabæja til að stela og svelta ekki til næstu máltíðar. Er byrjaður að neyta grænmetisbjúga. Bragðast ekki eins vel. Lausnarstafurinn er: S

12 – Gluggagægir

Hann fer aldrei út án þess að hafa kíkinn með sér. Það er stór misskilningur meðal landsmanna að hann sé að horfa inn til fólks um íbúðarglugga. Nei, hann gerir það líka um bílglugga, búðarglugga, hjólhýsaglugga, strætóglugga og líka nýverið um tölvuskjá. Hann fæddist með afar sjaldgæfan augnsjúkdóm sem gerði honum kleift að vera fullgildur félagsmaður Blindrafélagsins. Lausnarstafurinn er: K

13 – Gáttaþefur

Gáttaþefur er lengi að koma sér á fætur á morgnana hvað þá 22. desember þegar hann á að fara til byggða. Hann leggur af stað og syngur upphátt: „Er þetta Stebbi? - Nei, þetta er nebbi.“ Lagið um líkamann sem foreldrar syngja gjarnan fyrir ungabörn en þaðan kemur það. Hann er gæddur næmasta lyktarskyni sem völ er á en jafnvel Landsbjörg hefur kallað til hans til að finna týnt fólk á hálendinu. Lausnarstafurinn er: L

14 – Ketkrókur

Sterkastur og sá fúlasti allra í fjölskyldunni. Hann er næstsíðastur að fara til byggða á Þorláksmessu. Hann étur einungis hrákjöt, hvort um sé að ræða lamb, svín, naut, kjúkling, mink, álft, fisk eða ref vill hann fá kjötið sem ferskast. Hann erfði það frá mömmu sinni Grýlu. Enda greindist hann með mjólkuróþol í æsku og heimtaði strax kjöt. Hann tekur alltaf krók til kjötvinnslunnar Kjöt og fiskur til að næla sér í kjötbita. Lausnarstafurinn er: N

15 – Kertasníkir

Kertasníkir er ljúfastur en reyndar kolklikkaðasti gaurinn í fjölskyldunni. Hann er með sem kallast íkveikjuæði. Sem betur fer kveikir hann mest á kertum en hefur lent í því að kveikja í dínamít stöng. Hefur safnað í gegnum árin fleiri tonnum af kertastubbum sem hann geymir á sama stað og dínamít stangirnar sem félagi hans hjá Vegagerðinni útvegar honum og aðra flugelda. Hann fer á aðfangadag til byggða og tjúllast um áramót þegar fólk skýtur upp rakettum. Lausnarstafurinn er: G   Skráðu lausnarorðið Nú ættir þú að vera búin/n að skrá niður 15 stafi og þeir mynda eitt orð sem byrjar á J og endar á G. Smelltu hér til að skrá orðið og nafnið þitt sem fer í jólapottinn sem dregið verður úr í Jólaþorpinu á Þorláksmessu.

Uppskeruhátíðin verður 2. október

Nú fer að líða að síðasta skiladegi á úrlausnum úr Ratleik Hafnarfjarðar 2024. Lokadagurinn er 24. september og má skila í Ráðhúsinu v/ Strandgötu (má setja í bréfalúgu). Munið að það þarf aðeins að vera búið að finna 9 staði til að geta skilað og átt möguleika á vinningi en að sjálfsögðu keppast allir við að skila inn úrlausnum með sem flestum stöðum. Klippið úrlausnirnar út af kortinu, klippilínur eru vel merktar. Þetta hjálpar til að vinna úr úrlausnum. Uppskeruhátíðin verður í aðalsal Hafnarborgar miðvikudaginn 2. október og hefst kl. 18.30. Reiknað er með að hún standi í um klukkustund. Eins og venjulega verður farið yfir Ratleikinn, vinningar veittir og gestum gefst kostur á að segja frá reynslu sinni og upplifun. Hafnarfjarðarbær býður upp á heilsusamlega hressingu. Þrír vinningar verða veittir í hverjum flokki Frá uppskeruhátíðinni 2023. Þeir sem ljúka leiknum geta átt von á vinningum en þrír vinningar eru veittir í hverjum flokki. Allir vinningar eru [...]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2024 er hafinn

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er „þjóðsögur og ævintýri“. Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, sem heldur úti fróðleiksvefnum ferlir.is, hefur tekið saman skemmtilegt efni um hvern og einn ratleiksstaðinn og það má því segja að í ár sé sagnaleikur í gangi og myrkfælnir eru hvattir til að klára leikinn áður en fera að dimma í haust. Ratleikskortin eru komin úr prentun og má fá án endurgjalds á eftirtöldum stöðum: Fjarðarkaupum Bókasafni Hafnarfjarðar Ráðhúsinu Bensínstöðvum N1 Suðurbæjarlaug Ásvallalaug Sundhöll Hafnarfjarðar og víðar Þó nokkur merki eru innanbæjar eða örstutt frá byggð og því ættu allir að geta tekið þátt. Leikurinn stendur til 24. september svo nægur tími er til stefnu og þátttakendur eru hvattir til að gefa sér góðan tíma og skoða vel umhverfið á leiðinni. Til að skila inn lausnum þarf minnst að vera búið að finna 9 merki en dregið er úr öllum innsendum lausnum og fjöldi vinninga í boði. Léttfeti: 9 merki Göngugarpur: 18 merki Þrautakóngur: 27 merki [...]

1. Skerseyri – sæskrímsli

Á landakortum fyrri alda má oft á tíðum sjá, auk landa og örnefna, hinar ýmsu kynjaskepnur hafsins. Landkönnuðir og kortagerðarmenn, sem vildu láta taka sig alvarlega, skráðu það eitt er þeir sjálfir sáu eða fengu staðfest eftir áreiðanlegustu heimildum. Af því að dæma ættu kynjaskepnurnar að hafa verið til á þeim tímum, þótt ekki hafi alltaf tekist fullkomlega að teikna þær af ítrustu nákvæmni, þ.e. hvað varðar lögun og lit. Stærðina höfðu menn þó jafnan á hreinu og voru ekkert að draga úr henni svo neinu næmi. Oftar en ekki brá skepnunum einungis fyrir stutta stund og yfirleitt við verstu aðstæður, s.s. í myrkri, brábrimi eða þegar einhver var í sjávarháska. Vitað er, ef tekið er mið af steingervingum, sem fundist hafa, að til voru forsögulegar skepnur, bæði í sjó og á landi, er voru ægilegri og með annað svipmót en nú þekkist og miklu mun stærri, lengri og hærri. Margar frásagnir eru til af skrímslum hér á landi [...]

2. Brúsastaðir – draugur

Á Brúsastöðum við Malirnar standa tvö hús, gamli Brúsastaðabærinn nærri sjónum og ofar í landinu stendur nýbýlið Brúsastaðir 2. Neðan gamla bæjarins ganga hraundrangar í sjó fram, sem sjórinn hefur brotið á síðustu áratugum. Nefnast þeir Stífnishólar og segir sagan að þar hafi verið kveðinn niður draugur um 1800. Ofan þeirra er hlaðinn garður og bátarétt skammt vestar. Brúsastaðir voru eins og hvert annað hafnfirskt grasbýli með smá túnskika í kringum bæjarhúsin, litla matjurtagarða í gjótum og vatnsbrunn í nálægri hrauntjörn. Fólkið sem byggði þessi grasbýli lifði af því sem landið og sjórinn gaf, hafði fáeinar kindur og mjólkandi kú, reri til fiskjar og vann tilfallandi störf til sjós og lands. Á heimasíðu Brúsastaðaættar er sagt að nafnið tengist fuglum af ætt Brúsa, þ.e. Himbrimum og Lómum. Þessi nafnahugmynd er nýleg en til er eldri og sennilegri skýring á nafninu. Í eina tíð stóðu margar verbúðir í landi Garðakirkju. Þegar einokunarverslunin lagðist af 1787 fjölgaði lausakaupmönnum og versluðu m.a. [...]

3. Víðistaðir – óbrynnishólmi – verndardísir

Víðistaðir er óbrynnishólmi er myndaðist í Búrfellsgosinu fyrir rúmlega 5000 árum. Hólmann byggði mannfólk síðar á öldum. Þegar hraunið ofanvert rann ofan frá Búrfelli höfðust verndardísir við á svæðinu. Dísirnar voru arfleifð huldufólks, sem hafði búið um sig í holtinu er þá fór undir hraun. Síðar, þegar mennirnir námu landið, varð huldufólkið komið upp á náðir mannanna og líkti eftir siðum þeirra, hafði kaupstaði á svipuðum slóðum og mennskt fólk, þing eins og Íslendingar fyrrum, og huldumenn þurftu í kaupstað á lestum eins og aðrir. Oft hefur heyrst strokkhljóð og búsáhaldaglamur í hólum og er eignað huldufólki. Þeir eru forsjálli og verklagnari en menn, og er hverjum hið mesta happ sem getur hegðað sér eftir háttum þeirra, til dæmis við heyþurrka, fiskróðra og þess háttar. Og eftir þeim heimildum sem við höfum um lifnaðarhætti huldufólks fyrr á öldum mætti ætla að það væri búið að taka bæði bifreiðar og flugtækni í þjónustu sína nú. En það er ekki það [...]

4. Hellisgerði – huldufólk – hellir

Álfar í íslenskri þjóðtrú eru um margt sérstakir og er orðið notað um sérstakan flokk huldufólks. Íslenskir álfar búa jafnan í klettum eða steinum og iðka búskap sinn líkt og mennirnir en kjósa að vera látnir í friði. Í íslenskum þjóðsögum er mikið til af lýsingum af samskiptum álfa og manna. Háskalegt er þar jafnan að styggja álfa, til dæmis með því að raska bústað þeirra eða slá svokallaða álagabletti. Í Hellisgerði er Fjarðarhellir, fjárhellir álfanna. Gerðið tekur nafn sitt af hellinum. Í Hafnarfirði hefur í nokkur ár verið haldin álfahátíð í Hellisgerði á Jónsmessunni. Gerðið er vel þekkt búsvæði álfa og því líklegt að slíkar vættir verði varir gestanna þessa kynngimögnuðu nótt. Þann 15. mars árið 1922 hélt Guðmundur Einarsson framsögu á fundi Málfundafélagsins Magna er hann nefndi „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Svaraði hann spurningunni játandi, m.a. með því að koma upp skemmti- og blómagarði sem yrði bænum til mikillar prýði. Í kjölfarið var [...]

5. Hamarinn – huldukona

Hafnarfjörður er sannkallaður álfabær. Fram kom í úttekt sjáandans Erlu Stefánsdóttur, sem hún gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ á tíunda áratug síðustu aldar, að í Hamrinum (Hamarkotshamri) sé merkilegasta og stærsta álfabyggðin í bænum. Ein elsta frásögnin af staðnum er um Gunnar Bjarnason, bónda í Hamarskoti, sem heyrði söng frá Hamrinum. Sagan segir að eitt sinn er Gunnar var á gangi norðan- eða austan megin í Hamrinum á vetrarkvöldi um jólaleytið hafi hann heyrt söng í honum. Gekk hann þá á hljóðið og kom að opnum dyrum á Hamrinum, sem hann gekk inn um. „Kemur hann inn í mannahýbýli og stendur söngurinn þá sem hæst. Þá var það venja á landi hér, ef að gest bar að garði, meðan á húslestri stóð, þá gekk hann hljóðlega inn, yrti ekki á neinn og heilsaði ekki fyrr en að lestrinum loknum. Þessari venju fylgdi Gunnar. Sat hann hljóður meðan á söngnum stóð og hlustaði með gaumgæfni á lesturinn, sem á eftir fór. Er [...]

6. Setberg – Galdraprestsþúfa – draugur

Lítill hóll er við norðurbrún gamla vegarins frá Setbergi upp að Urriðakotsvatni. Friðþjófur Einarsson á Setbergi sagði hólinn heita Galdraprestshóll. Í honum væri grafinn nafngreindur prestur, Einar, og væri til þjóðsaga um hann. Sá hefði komið undir eftir að sýn birtist föður hans, sem jafnframt var prestur úti á landi, í draumi og gat hann í framhaldi af því barn með ungri konu á altari kirkjunnar. Hertrukki var ekið utan í hólinn á stríðsárunum og valt hann við það sama. Ekki er getið um kirkju þarna, en gamall grafreitur er norðan við hólinn. Það hafi komið í ljós þegar verið var að slétta túnið snemma á 20. öldinni. Einar þessi mun hafa verið rammgöldróttur. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar segir um hól þennan: „Frá vesturbæjarhorni lágu Setbergstraðir austur um túnið. Þar sem það var hæst, var farið framhjá Galdraprestsþúfu, en þúfa sú mun vera kapella, sem eitt sinn var hér á Setbergi. Eru ströng fyrirmæli um að hrófla ekki við [...]

7. Hvaleyri – Móðhola – draugur

Í örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri eftir Ólaf Guðmundsson og Gísla Sigurðsson, lögregluþjón í Hafnarfirði, er m.a. getið um Móðholu. Í lýsingunni er m.a. sagt frá Hvaleyrarsandi, norðvestan við Golfvöllinn. „Utan við Hvaleyri heitir Jónasarlending. Sker er þar skammt undan landi sem heitir Hrútur. Vestan við Hvaleyrarsund heitir Þvottaklettur. Þar kemur tært vatn undan hrauninu og er það af sumum talið vera vatn úr Kaldá. Þar næst heitir svo Gjögrin er ná að Skarfakletti. Innan við Skarfaklett[a] er víkin, nefnd Sandvík og við Skarfakletta[a] heitir Móðhola, en Móðhóll klapparhryggurinn, sem holan er í. Þar þótti reimt hér fyrrum, en andríkur prestur í Görðum kom að þessum reimleikum og ku hafa kveðið drauginn Móða niður. Þar er smáhellisskúti og utar, fast við merkin móti Straumi, er vík sem heitir Þórðarvík.“ Við Móðholu, merkið er í skútanum til hægri.

8. Hvaleyrarvatn – nykur

Í Gráskinnu hinni meiri (Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarsona) er sagt, að nykur sé í Hvaleyrarvatni annað árið en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi. Var selstaða áður við Hvaleyrarvatn. Eitt sinn voru þar karl og kerling og gættu búpenings. Fór konan að sækja vatn og kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu og þótti líklegt að nykurinn hefði drekkt konunni. Hafa eldri menn oft heyrt skruðninga frá vatninu er ísa leysir og er það talið stafa af nykrinum. Sagt er ennfremur að eitt sinn hafi fjögur börn verið að leik út á Álftanesi og séð þar eitthvað sem líktist hesti. Fóru öll á bak nema eitt barnanna, en það sagðist ekki nenna. Hristi þá dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn vita að þetta hefði verið nykur. Önnur sögn segir að nykurinn sé jafnan annað árið í Hvaleyrarvatni, en hitt í Urriðavatni. Fari hann millum vatnanna um undirgöng. [...]

9. Borgarstandur – huldufólk

Eftirfarandi sögn af huldukonu í Borgarstandi norðan Kaldársels er úr bókinni „Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII, Reykjavík 1957“, safnað af Guðna Jónssyni. Hér er hún verulega stytt, en söguna alla má lesa á ferlir.is. „Í suðaustur frá Hafnarfirði er staður sá, sem heitir Kaldársel. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, kona Helga Sigurðssonar, hefir sagt frá því, sem hér er ritað, um dvöl sína í Kaldárseli. er frásögn hennar á þessa leið: „Ég er upp vaxinn á Setbergi við Hafnarfjörð. Þegar ég var 13 ára gömul, bjuggu hjón í Kaldárseli, er hétu Jón Jónsson og Sigríður Ásgrímsdóttir. Höfðu þau búið þar 2-3 ár. Eftir nýár 1873 var ég lánuð í Kaldársel húsfreyju til aðstoðar, og dvaldi ég þar til vors eða þangað til á venjulegum vinnuhjúaskildaga.“ Þá er það eitt kvöld að loknum mjöltum, að húsfreyja gengur inn í búrið og verður litið á búrhilluna. Kemur hún auga á tveggja marka ask, mjallahvítan, er stendur tómur á búrhillunni, og þekkti [...]

Go to Top