Jólaratleikur Hafnarfjarðar er ratleikurinn í miðbæ Hafnarfjarðar sem  gerður að beiðni Hafnarfjarðarbæjar.

Á 15 ljósataurum, sem prýða stór skilti með jólasveinum, eru límmiðar, merktir Jólaratleik og á þeim er QR kóði sem þátttakendur skanna með síma. Það leiðir fólk á síðu þar sem er stutt frásögn af viðkomandi sveini og lausnarstafur.

Smelltu til að stækka

Staurarnir með jólalsveinunum, Jólakettinum og Grýlu og Leppalúða eru 15 og því 15 lausnarstafir sem mynda lausnarorðið.

15. merkið leiðir þátttakendur á síðu þar sem lausnarorðið er ritað inn ásamt upplýsingum um þátttakandann. Dregið verður svo úr réttum lausnum og verðlaun verða veitt á Þorláksmessu í Jólaþorpinum

Listamaðurinn Jean Antoine Posocco teiknaði jólasveinana, sm hafa prýtt miðbæ Hafnarfjarðar frá 2014. Hann gerði fyrstu skissurnar af jólasveinunum árið 2002 og komu þeir út í bók árið 2005.

Leikurinn er hannaður af Guðna Gíslasyni hjá Hönnunarhúsinu ehf., útgefanda Fjarðarfrétta, fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Hjálparblað má fá á Bókasafninu, Byggðasafninu, Hafnarborg og í gróðurhúsunum á Thorsplani eða sækja hér.