Þá er að koma að þessu! 29. Ratleikur Hafnarfjarðar er að hefjast og kortin fást vonandi úr prentun á föstudaginn, 30. maí.
Þema leiksins í dag er: Hnúkar, hamrar, höfðar, holt, hlíðar, hæðir og hólar
Leikurinn leiðir því þátttakendur á staði með gott útsýni og að sjálfsögðu á áhugaverða staði þar sem eiga sér sína sögu sem finna má um á ratleikskortinu í styttri útgáfu en í fulltri útgáfu hér á síðunni.
Óvenju mörg merki eru í bænum og allra næsta nágrenni og höfðar leikurinn sérstaklega til þeirra sem eru að prófa í fyrsta sinn en er einnig krefjandi fyrir göngugarpana.
Munið Facebook hóp þátttakenda þar sem hægt er að leita ráða og fagna góðum árangri. Hópinn má finna hér.
Kortin munu liggja frammi í Fjarðarkaupum, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug, Bókasafninu, Ráðhúsinu og fleiri stöðum.
18 skilti eru þegar komin á sinn stað og síðustu merkin verða sett á sinn stað á næstu dögum, skilti sem eru í bænum og í nánasta umhverfi.
Dreifum boðskapnum sem víðast og fáum sem flesta í leikinn.
Bestu þakkir til allra sem styrktu leikinn og ekki síst Hafnarfjarðarbæ sem styður vel við leikinn. Þá ber að þakka öllum þeim sem gefa vinninga sem eru fjölmargir.
Leave A Comment