vinningshafar

Aldrei hafa svona margir klárað Ratleikinn — Ísold Marín er Þrautakóngur ársins

Ísold Marín Haraldsdóttir, 19 ára Hafnfirðingur, er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022 en hún var ein þeirra 139 sem fundu alla 27 ratleiksstaðina sem dreift var vítt og breytt um uppland Hafnarfjarðar. Aldrei fyrr í 26 ára sögur Ratleiksins hafa svona margir klárað allan leikinn. Ísold Marín Haraldsdóttir, Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar fékk Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum. Leikurinn hófst í byrjun júní og stóð til 26. september. 27 ratleiksmerkjum er komið fyrir, sumum í eða við byggðina í Hafnarfirði en flestum þó í víðfeðmu upplandi bæjarins og  jafnvel út fyrir það. Prentað var vandað loftmyndakort þar sem götur og gönguslóðar eru merktar inn á og staðsetning ratleiksmerkjanna. Þátttakendur hafa svo það verkefni að finna bestu leiðina að merkjunum og stundum þarf nokkrar tilraunir til að finna merkin. Kortin lágu frammi víða í bænum en lang flest kortin voru sótt í Fjarðarkaup. Sex þúsund sinnum komið að ratleiksstað í sumar! Hleðslur og hlaðnar götur vestan Hjallabrautar þar sem eitt [...]

Berglind er Þrautakóngur ársins – Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar

24. Ratleik Hafnarfjarðar er ný lokið og í gær var blásið til uppskeruhátíðar í Hafnarborg. Ratleikurinn stendur yfir allt sumarið og eru þátttakendur leiddir vítt og breytt um bæjarlandið og jafnvel út fyrir það. Lögð eru út 27 ratleiksmerki, vandað loftmyndakort er gefið út sem þátttakendur fá frítt og með aðstoð þess leita þeir að merkjunum. Mynd af merki í Dauðadalahellum en merkið hvarf rétt fyrir lok leiksins. - Ljósmynd: þátttakandi Í ár var þemað hraun og hraunmyndanir enda áhuginn mikill núna fyrir hraunum á Reykjanesi í ár. Metþátttaka var í ár og til marks um það skiluðu 223 inn lausnum en fjölmargir skila ekki inn lausnum þó þeir taki þátt árlega. Þeir sem skila inn lausnum eiga kost á að vinna til verðlauna, Þrautakóngur, Göngugarpur og Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar er útnefndur en dregið er úr hópi þeirra sem hafa fundið öll 27 merkin, 18 merki og 9 merki. Tveir í hverjum flokki fá svo aukaverðlaun. Keppendur [...]

Go to Top