Norðvestan í Grísanesinun, í neshorninu á Grísanesflötum. eru tóftir fjárhúss. Hleðslurnar hafa verið mjög vandaðar og eru nokkuð heillegar og vel varðveitt. Hleðslurnar gætu einnig hafa verið hafðar til annarra nota.

Rústir fjárhússins við Grísanes áður en Vellirnir voru byggðir.

Friðhelgun fjárhússins hefur nú verið rofin en ekki má raska neinu í 15 m fjarlægð frá fornminjum. Þar er nú fyrirhugað að hafa fótboltavelli.

Ekki raska jarðvegi nær fornminjum en 15 m. Hér eru aðeins um 8 m í framkvæmdirnar.

En efst í holtinu, ofan við réttina er hlaðin borg, sem nokkuð hefur verið raskað, en enn má þó vel sjá lögun hennar og hleðslur. Leiðigarðar eru út frá borginni til norðurs og vesturs og að inngangi austan hennar.

Fjárhúsið hefur verið stórt og vandað.

Vestan undir hæðardragi við Grísanes, norðan við göngubrúna, eru tvær tóftir sitt hvoru megin við göngustíginn, sem lagður hefur verið umhverfis Ástjörn.

Þá eru einnig hleðslur, rétt sunnan við göngubrúna, undir hraunkantinum að vestanverðu.

Vandaðar hleðslurnar.

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir þetta svæði segir m.a.: „Það mun vera þetta svæði, flatir meðfram hrauninu, sem í skjali frá 1444 nefnist Hraunvellir, en nú nefnast þeir Grísanesflatir. Þá er hér klettatunga mikil, nefnist Grísanes, og norður [leiðrétt; suður] af því á holti er Grísanesfjárhús. Þar eru nú veggir einir uppistandandi. Hér vestur af undir hraunhól er hellisskúti, nefnist Grísanesskjól“.

Hér má slóða sem liggur að fjárhúsinu.

Grísanesflatirnar eru hluti af vatnasvæði Ástjarnar sem er friðlýst.

Vatnasvæði Ástjarnar sem er friðuð. Fjárhúsið er neðst fyrir miðju.

Borgin fremst fyrir miðju og Grísanesið til vinstri.