Við Selvogsgötuna austan Helgafells má finna Gálgakletta sem svipar mjög til klettanna á Stafnesi.
Á svæðinu eru fjölbreytt hraun, gróin svæði og klettabelti. Klettarnir sjást vel ef Selvogsgötunni er fylgt til austurs þegar komið er yfir ásinn austan Mygludala (austan Valahnúka (Valabóls)).
Í Setbergsannál á 15. öld segir m.a. að „12 þjófar [voru] í einu teknir syðra í helli þar sem nefnt er Húsfell. Hafi yfirvaldið, í stað þess að drösla þjófunum til byggða, ákveðið að hengja á í Gálgaklettum í Húsafellsbruna.“ Líklegra má telja að nefndur hellir hafi verið Rauðshellir í Helgadal, vestan Húsfells.
Leave A Comment