Ratleikur Hvaleyararvatn
Ratleikur fyrir krakka á öllum aldri
Hvaleyrarvatn og umhverfi þess er orðið að einni helstu útivistarparadís á höfuðborgarsvæðinu.
Áður en skógrækt hófst þar var það auðnulegt og rofabörð sáust víða.
Umhverfis vatnið er Vatnshlíð, Húshöfði, Selhöfði og Bleiksteinsháls en til vesturs er Selhraun.
Um leikinn
Leikurinn er settur upp að beiðni Hafnarfjarðarbæjar í maí 2024 og ætlaður til að hvetja til göngu í kringum Hvaleyrarvatni og vekja athygli á áhugaverðum stöðum. Leiðin frá merki 1 til merkis nr. 9 er ca. 2,2 km en hringurinn í heild er um 2,7 km og því ætti hringurinn ekki að taka nema um hálftíma að ganga.
Hins vegar er tilvalið að skoða meira í leiðinni, lesa vel skiltið um Hvaleyrarselið, skoða fleiri tré í hinum stóra trjásýnilundi, ganga inn í skóginn og njóta lífsins.
Hér að neðan er ýmis viðbótar fróðleikur sem vert er að skoða.
1 – Bíla- og hjólastæði
Við vesturenda vatnsins hefur verið gert stórt og gott hjóla- og bílastæði þar sem gott er að hefja göngu við Hvaleyrarvatn. Þaðan eru göngustígar umhverfis vatnið, um skógarsvæðið og einnig upp á Vatnshlíðina. Þarna stóð um tíma hús sem Hafnarfjarðarbær lét flytja á staðinn og var m.a. nýtt sem aðstaða til náttúrukennslu. Ætlunin var að setja þar upp kaffisölu sem aldrei varð úr. Hér er stutt í grillsvæði og leiksvæði. Stolið merki nr. 2 Merki nr. 2 hefur verið stolið [...]
2 – Paradísarlundur
Nýtt leiksvæði var tekið í notkun 2023 við norðvesturhluta vatnsins og fékk það nafnið Paradísarlundur eftir nafnasamkeppni. Þar eru leiktæki en umhverfi Hvaleyrarvatns er eitt stórt leiksvæði. Þar skammt frá er einnig grill og borð þar sem setjast má niður.
3 – Birkitré
Áður en Ísland byggðist var birki eina trjátegundin sem gat myndað samfelldan skóg. Íslenskt birki heitir reyndar ilmbjörk enda ilmar hún sérstaklega þegar birkið laufgast á vorin. Oft vex birkið sem runni en villt birkið getur náð allt að 15 m hæð. Birki er ættkvísl jurta af birkiætt sem vaxa víða um norðurhvel jarðar. Birki er skylt elri (ölur) og hesli sem teljast einnig til birkiættar. Birkitegundum er skipt í fimm undirættkvíslir. Birkið er auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og [...]
4 – Ströndin
Upp úr 1960 sáust varla nokkur tré við Hvaleyrarvatn og fáir lögðu leið sína að vatninu. Síðan hefur margt breyst og nú er svæðið við vatnið mjög vinsælt. Sandströndin við norðausturhluta vatnins er sérstaklega vinsæl og börn og fullorðnir leika sér þar og vaða út í grunnt vatnið. Hæð vatnsyfirborðsins sveiflast mikið og fer mikið eftir grunnvatnsstöðu án þess að nákvæmar ástæður séu kunnar.
5 – Virginíuheggur
Í Höfðaskógi, austan við vatnið er trjásýnilundur. Þegar farið er frá ströndinni eftir stígnum við endann á vatninu er snemma komið að nokkuð bröttum malarstíg upp í skóginn. Við fyrstu gatnamót til hægri má finna hluta trjásýnilundarins og m.a. Virginíuhegg, lítið til meðalstórt tré eða stórvaxinn runna með skærrautt lauf á haustin. Neðan við trjásýnilundinn er skógurinn þéttur en þar má ganga í suður og þá sést brátt niður að vatninu og ganga má niður á stíginn við vatnið. Trjásafnið [...]
6 – Systkinalundur
Árið 1989 reisti Skógræktarfélagið stein í þakklæti fyrir framlag þriggja systkina, Guðmundar, Ingibjargar og Gunnlaugs Kristbjarnarbarna löngu áður. Guðmundur var sandgræðslustjóri og mikill áhugamaður um sógrækt. Rausnarlegt framlag var notað til að girða svæðið til að verja það ágangi sauðfjár. Víða á svæði félagsins eru minningarsteinar og þá má finna á göngu um Höfðaskóg.
7 – Skátatúnið
St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, var stofnað 22. maí 1963 og nýttu félagar þess umhverfi Hvaleyrarvatn til útivistar og útilegu. Fljótt kom áhugi á að byggja skála við vatnið og fékk félagið úthlutað lóð og var skálinn Skátalundur vígður 25. júní 1968. Hófst þá trjárækt á svæðinu sem félagið hafði fengið frá Hafnarfjarðarbæ en á svæðinu voru engin tré, en víða melar og rofabörð. Á sunnudagsmorgnum hittast skátar og vinna í skálanum og umhverfinu og fólk er ávallt [...]
8 – Riddaralundurinn
Skammt austan við Hvaleyrarsel er gömul varðeldalaut sem skátaforingjar Riddarasveitarinnar gerðu um miðjan sjöunda áratuginn. Þó hún sé ekki lengur nýtt sem slík má enn sjá ummerki um varðeldalautina. Þarna er tilvalið að setjast niður og syngja söngva en nú er ekki lengur óhætt að kveikja þar varðeld enda eldhætta mikil í skóginum. Frá upphafi skátastarfs á Íslandi var gjarnan farið í skátaútilegur í uppland Hafnarfjarðar og var Kaldársel mjög vinsælt og Helgadalur fyrir 1960. En síðar varð Hvaleyrarvatn áhugavert [...]
9 – Hvaleyrarsel
Jörðin Hvaleyri átti selstöð við Hvaleyrarvatn eins og bændur frá fornu fari. Var fé haft þar á sumrin og annaðist selstúlka mjaltir og matargerð en smalinn hafði fé í haga og annaðist heimflutning afurða. Þar sjást þrjár tóttir (rústir veggja) og er ein þeirra stærst. Hvaleyri hafði bæði í seli við Hvaleyrarvatn á a.m.k. tveimur stöðum og síðar um hríð í Kaldárseli. Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ. Þar lagðist selsbúskapur af um 1880 og segir sagan að það hafi [...]