Jörðin Hvaleyri átti selstöð við Hvaleyrarvatn eins og bændur frá fornu fari. Var fé haft þar á sumrin og annaðist selstúlka mjaltir og matargerð en smalinn hafði fé í haga og annaðist heimflutning afurða. Þar sjást þrjár tóttir (rústir veggja) og er ein þeirra stærst. Hvaleyri hafði bæði í seli við Hvaleyrarvatn á a.m.k. tveimur stöðum og síðar um hríð í Kaldárseli. Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ. Þar lagðist selsbúskapur af um 1880 og segir sagan að það hafi verið eftir að smali frá Hvaleyri fann selsstúlku látna og illa leikna niður við vatnið. Talið var að nykur, sem átti að hafa haldið til í vatninu annað hvert ár, hafi ráðist á og banað stúlkunni. Nykurinn átti, skv. sögnum, að búa hitt árið í Urriðakotsvatni, en hann mun hafa drepist þar frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást aldrei til hans eftir það. Vestan við veginn, sem liggur vestan við vatnið, eru hleðslur í klapparkvos. Þar gæti hafa verið [...]