gudnig

About Guðni Gíslason

This author has not yet filled in any details.
So far Guðni Gíslason has created 87 blog entries.

7 – Skátatúnið

St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, var stofnað 22. maí 1963 og nýttu félagar þess umhverfi Hvaleyrarvatn til útivistar og útilegu. Fljótt kom áhugi á að byggja skála við vatnið og fékk félagið úthlutað lóð og var skálinn Skátalundur vígður 25. júní 1968. Hófst þá trjá­­rækt á svæðinu sem félagið hafði fengið frá Hafnar­fjarðarbæ en á svæðinu voru engin tré, en víða melar og rofabörð. Á sunnudagsmorgnum hittast skátar og vinna í skálanum og umhverfinu og fólk er ávallt velkomið að kíkja við. Skátatúnið er stórt opið svæði með eld­stæði í miðju, þar sem skátar halda útilegur og túnið nýtt til ým­issa nota. Vissir þú að kjörorð skáta er „Ávallt viðbúin/n“?

8 – Riddaralundurinn

Skammt austan við Hvaleyrarsel er gömul varð­eldalaut sem skátaforingjar Riddara­sveitarinnar gerðu um miðjan sjöunda áratuginn. Þó hún sé ekki lengur nýtt sem slík má enn sjá ummerki um varðeldalautina. Þarna er tilvalið að setjast niður og syngja söngva en nú er ekki lengur óhætt að kveikja þar varðeld enda eldhætta mikil í skóginum. Frá upphafi skátastarfs á Íslandi var gjarnan farið í skátaútilegur í uppland Hafnarfjarðar og var Kaldársel mjög vinsælt og Helgadalur fyrir 1960. En síðar varð Hvaleyrarvatn áhugavert en þess ber að geta að um 1960 sást þar í umhverfinu varla nokkurt tré. St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, var stofnað 22. maí 1963 og nýttu félagar þess umhverfi Hvaleyrarvatn til útivistar og útilegu. Fljótt kom áhugi á að byggja skála við vatnið og fékk félagið úthlutað lóð og var skálinn Skátalundur vígður 25. júní 1968. Skátasveitin Riddarar í Skátafélaginu Hraunbúum kom sér upp varðeldalaut sunnan við vatnið, á milli Ássels og Hvaleyrarsels. Settu þeir upp [...]

9 – Hvaleyrarsel

Jörðin Hvaleyri átti selstöð við Hvaleyrarvatn eins og bændur frá fornu fari. Var fé haft þar á sumrin og annaðist selstúlka mjaltir og matargerð en smalinn hafði fé í haga og annaðist heimflutning afurða. Þar sjást þrjár tóttir (rústir veggja) og er ein þeirra stærst. Hvaleyri hafði bæði í seli við Hvaleyrarvatn á a.m.k. tveimur stöðum og síðar um hríð í Kaldárseli. Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ. Þar lagðist selsbúskapur af  um 1880 og segir sagan að það hafi verið eftir að smali frá Hvaleyri fann selsstúlku látna og illa leikna niður við vatnið. Talið var að nykur, sem átti að hafa haldið til í vatninu annað hvert ár, hafi ráðist á og banað stúlkunni. Nykurinn átti, skv. sögnum, að búa hitt árið í Urriðakotsvatni, en hann mun hafa drepist þar frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást aldrei til hans eftir það. Vestan við veginn, sem liggur vestan við vatnið, eru hleðslur í klapparkvos. Þar gæti hafa verið [...]

Þjóðsögur og ævintýri er þema Ratleiks Hafnarfjarðar 2024

Nú er Ratleikur Hafnarfjarðar 2024 í vinnslu en þemað í ár er „þjóðsögur og ævintýri“. Ómar Smári Ármannsson, hefur tekið saman skemmtilegt efni um hvern og einn ratleiksstaðinn og það má því segja að í ár sé sagnaleikur í gangi og myrkfælnir eru hvattir til að klára leikinn áður en fera að dimma í haust :) Bíðið spennt og bíðið eftir nánari upplýsingum!

Uppskeruhátíð 28. september

Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar verður í aðalsal Hafnarborgar á fimmtudaginn kl. 18.30. Þar gerum við upp leikinn, sýnum myndir og veitum verðlaun í öllum þremur flokkunum. Svo drögum við út fjölbreytta vinninga en allir sem hafa skilað inn og mæta geta átt von á útdráttarverðlaunum. Veðrið hefur verð frábært í sumar og greinilega mikil þátttaka í leiknum. Fólk hefur ekki látið hindranir aftra sér og staðfesta margra við að finna merkin hefur verið aðdáunarverð. Við hlökkum til að hitta ykkur og heyra í ykkur á fimmtudaginn. Takk Vert er að þakka öllum sem styrkt hafa leikinn og hafa gefið verðlaun en það eru: Sundlaugar Hafnarfjarðar Fjallakofinn M Design Von mathús Fjarðarkaup Altis Gróðrarstöðin Þöll Burger-inn Músik og sport Ban Kúnn Krydd Tilveran Rif Píluklúbburinn Gormur.is Snjóís Styrktaraðilar: Hafnarfjarðarbær Rio Tinto Ferlir.is HS Veitur H-berg Landsnet Altis Fjarðarkaup Gormur.is Fjarðarfréttir

Ratleikurinn 2023 er hafinn!

Ratleikskortin eru komin í prentun og má nú þegar fá í Fjarðarkaupum, Bókasafninu, Ráðhúsinu, sundstöðum, N1 Lækjargötu, Ásvöllum og víðar. Sem fyrr eru 27 merki sem þátttakendur fá allt sumarið til að finna og um leið njóta verunnar í upplandi Hafnarfjarðar og reyndar inni í bænum. Leikurinn leiðir fólk að ýmsum minjum um mannvist, á áhugaverða náttúrustaði og víðar og markmiðið er að fólk njóti útiverunnar og um leið læri á okkar glæsilega umhverfi. Á Ratleikskortunum er fróðleikur um staðina og það sem þeir vekja athygli á og ítarlegri lýsingar eru hér á síðunni undir Ratleikur 2023. Það er Ómar Smári Ármannsson, mikill áhugamaður um Reykjanesskagann og sögu þess sem tekur saman fróðleikinn en Ómar heldur úti fróðleiksvefnum www.ferlir.is þar sem má finna óhemju mikinn fróðleik um Reykjanesskagann og ekki síst umhverfi Hafnarfjarðar. Ratleikskortið er frítt og þátttakendur hvattir til að merkja sér það strax og skrá svo niður tölur og stafi af þeim ratleiksmerkjum sem þeir finna. Leikurinn [...]

Go to Top