2. Víðistaðir – Búrfellshraun

Víðistaðir er óbrennishólmi í Hafnarfirði, umlukin Búrfellshrauninu, sem rann frá Búrfelli fyrir um 8000 árum. Til er skemmtileg þjóðsaga um tilurð þess að hraun rann ekki yfir Víðistaðatún sem má lesa í ítarupplýsingum á vef Ratleiksins. Hins vegar hefur þarna verið eyja sem hraunið hefur runnið í kringum en jarðvegurinn fokið í burtu og lækkað. [...]