3. Víðistaðir – óbrynnishólmi – verndardísir
Víðistaðir er óbrynnishólmi er myndaðist í Búrfellsgosinu fyrir rúmlega 5000 árum. Hólmann byggði mannfólk síðar á öldum. Þegar hraunið ofanvert rann ofan frá Búrfelli höfðust verndardísir við á svæðinu. Dísirnar voru arfleifð huldufólks, sem hafði búið um sig í holtinu er þá fór undir hraun. Síðar, þegar mennirnir námu landið, varð huldufólkið komið upp á náðir mannanna og líkti eftir siðum þeirra, hafði kaupstaði á svipuðum slóðum og mennskt fólk, þing eins og Íslendingar fyrrum, og huldumenn þurftu í kaupstað á lestum eins og aðrir. Oft hefur heyrst strokkhljóð og búsáhaldaglamur í hólum og er eignað huldufólki. Þeir eru forsjálli og verklagnari en menn, og er hverjum hið mesta happ sem getur hegðað sér eftir háttum þeirra, til dæmis við heyþurrka, fiskróðra og þess háttar. Og eftir þeim heimildum sem við höfum um lifnaðarhætti huldufólks fyrr á öldum mætti ætla að það væri búið að taka bæði bifreiðar og flugtækni í þjónustu sína nú. En það er ekki það [...]