24. Ratleik Hafnarfjarðar er ný lokið og í gær var blásið til uppskeruhátíðar í Hafnarborg. Ratleikurinn stendur yfir allt sumarið og eru þátttakendur leiddir vítt og breytt um bæjarlandið og jafnvel út fyrir það. Lögð eru út 27 ratleiksmerki, vandað loftmyndakort er gefið út sem þátttakendur fá frítt og með aðstoð þess leita þeir að merkjunum.
Í ár var þemað hraun og hraunmyndanir enda áhuginn mikill núna fyrir hraunum á Reykjanesi í ár.
Metþátttaka var í ár og til marks um það skiluðu 223 inn lausnum en fjölmargir skila ekki inn lausnum þó þeir taki þátt árlega. Þeir sem skila inn lausnum eiga kost á að vinna til verðlauna, Þrautakóngur, Göngugarpur og Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar er útnefndur en dregið er úr hópi þeirra sem hafa fundið öll 27 merkin, 18 merki og 9 merki. Tveir í hverjum flokki fá svo aukaverðlaun. Keppendur komu víða að þó Hafnfirðingar væru í miklum meirihluta.
Auk þess eiga allir sem mæta á uppskeruhátíðina kost á að fá útdráttarvinninga en þeir voru 17 að þessu sinni. Fjölmörg fyrirtæki styrkja leikinn með því að gefa vinninga.
Flestir þátttakenda, 84, fundu öll merkin 27 en 83 fundu a.m.k. 9 merki en það eru tvöfalt fleiri en í fyrra. 55 fundu a.m.k. 18 merki en það eru fleiri en undanfarin ár. Áætla má að komið hafi verið á ratleiksstað vel á sjötta þúsund sinnum.
Voru þátttakendur mjög ánægðir með leikinn í ár og margir voru að taka þátt í fyrsta sinn.
Ómar Smári Ármannsson aðstoðaði við val á ratleiksstöðum og skrifaði lýsingar fyrir hvern stað. Ómar Smári, sem er lærður fornleifafræðingur, heldur úti síðunni ferlir.is þar sem finna má gríðarlegan fróðleik um minjar og sögu Reykjanesskagans.
Vinningshafar í Ratleik Hafnarfjarðar 2021
Þrautakóngur
- Berglind Jónsdóttir, fékk flísjakka að eigin vali frá Cintamani
- Sigurður Einar Aðalsteinsson, Bouse SoundLink Micro hátalara frá Origo
- Hafdís Valdimarsdóttir, fékk 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar
Göngugarpur
- Sveinn Elliði Björnsson, fékk flísjakka að eigin vali frá Cintamani
- Vanesa Gregersen, fékk 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar
- Guðmunda Vilborg Jónsdóttir, fékk 3ja rétta máltíð fyrir 2 í Von mathúsi
Léttfeti
- Sara Lind Sigfúsdóttir, fékk flísjakka að eigin vali frá Cintamani
- Inga Steinþóra Guðbjartsdóttir, fékk 15 þús. kr. gjafabréf frá Altís
- Guðný Steina Erlendsdóttir, fékk 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar
Útdráttarverðlaun
- Sigríður Margrét Jónsdóttir, fékk 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar
- Tryggvi Már Elísson, fékk 3ja rétta máltíð fyrir tvo í Von mathúsi
- Berglind H. Jónsdóttir, fékk 15 þús. kr. gjafabréf frá Fjarðarkaupum
- Anna Magnúsdóttir, fékk fjölskylduhamborgaratilboð frá Burger-inn
- Ásta Gunna Kristjánsdóttir, fékk 10 þús kr. gjafabréf frá Gróðrarstöðinni Þöll
- Aðalsteinn Einar Eymundsson, fékk gjafakörfu frá Gormur.is
- Ágúst Haraldsson, fékk gönguleiðabók frá Pennanum-Eymundssyni
- Gréta Jessen, fékk gjafabréf frá Rif veitingastað
- Sigurður Sveinn Antonsson, fékk Adidas íþróttatösku frá Músik og sport
- Rósa Bóel Halldórsdóttir, fékk gjafabréf frá Ban Kúnn, máltíð fyrir tvo
- Vanesa Gregersen, fékk gjafabréf frá Krydd veitingastað
- Kristófer Gauti Þórhallsson, fékk Nike íþróttatösku frá Músik og sport
- Gunnar G. Magnússon, fékk gjafabréf frá Ban Kúnn, máltíð fyrir tvo
- Sara Lind Sigfúsdóttir, fékk fjölskylduhamborgaratilboð frá Burger-inn
- Matthías Daði Gunnarsson, fékk gjafabréf frá Rif veitingastað
- Indía Carmen Gunnarsdóttir, fékk gjafabréf frá Krydd veitingastað
- Lára S. Halldórsdóttir, fékk 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar.
Það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur leikinn út sem fyrr en eigandi þess, Guðni Gíslason hefur lagt leikinn í 14 ár og haft umsjón með honum. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ með góðum stuðningi frá fjölmörgum fyrirtækjum.
Fyrirtæki og stofnanir sem styrkja Ratleikinn
- Hafnarfjarðarbær
- Fjaðrarfréttir
- Cintamani
- Terra
- Ferlir.is
- Fjarðarkaup
- Penninn – Eymundsson
- Altis
- Landsnet
- HS veitur
- Gormur.is
- Músik og sport
- Von mathús
- Origo
- Burger-inn
- Gróðrarstöðin Þöll
- Krydd
- Rif
- Ban Kúnn
Markmið leiksins er að efla útivist um leið og fólk er hvatt til að kynnast umhverfi og sögu mannvistar í Hafnarfirði og nágrenni.
Facebooksíða leiksins er facebook.com/ratleikur
Leave A Comment