Þegar komið er fyrir  Háanef og komið þar upp á holtið, er komið í Húsatún, og þar eru beitarhúsin frá Setbergi. Hlaðnir veggir hússins er mjög vel greinilegir, sem og heystæðið. Á brúninni sunnan Húsatúns er Húsatúnsvarða. Mikil sumarumferð var um Selvogsgötuna fyrrum, en hún liggur í gegnum Setbergsselið. Vegna þessa ákvað Setbergsbóndinn að flytja aðstöðuna frá götunni og upp á holtið.