Landamerki Vífilsstaða og Urriðakots lá um Máríuhella, en Urriðakotsfjárhellir, sem þar er heyrði til Urriðakoti. Þegar haldið var suður með hraunbrúninni var fyrst fyrir Dyngjuhóll eða Hraunhóll (Hádegishóll frá Vífilsstöðum) með Dyngjuhólsvörðum.

Á Dyngjuhól eru tvær markavörður. Suðvestan undan hólnum var Dyngjuhólsflöt. Sunnan við tók við Bruninn. Þar út í er Smyrilsklettur og Grásteinn, en framhjá honum lá Grásteinsstígur (nú ágætur göngustígur).