gudni

About gudni

This author has not yet filled in any details.
So far gudni has created 150 blog entries.

22. Kýrskarð – Ögmundarhraun

Um Kýrskarð rann hrauntunga frá Gvendarselsgígunum. Gígarnir þeir voru nyrstu útstöðvar Ögmundarhraunsgígaraðarinnar frá um 1151. Um það eldgos á einstakri sprungurein hafa verið skrifaðar fjölmargar lærðar ritgerðir. Hrauntröð er í Kýrskarði. Þar hefur hraun runnið úr tveimur syðstu gígum Gvendarselsgígaraðarinnar ofan Undirhlíða. Þeir eru hluti Ögmundarhrauns. Ögmundarhraun er komið upp í eldstöðvakerfi sem oftast hefur verið kennt við Krýsuvík, en stundum við Trölladyngju. Eldstöðvakerfið einkennist aðallega af gígaröðum og gapandi gjám og sprungum. Sprungureinin er víðast um og innan við 5 km breið og nær 50 km löng. Hún liggur frá Ísólfsskála í suðvestri, norðaustur um Núpshlíðarháls og Sveifluháls og áfram um Undirhlíðar og endar millum Helgafells og Kaldárhnúka fyrir ofan Hafnarfjörð. Þar endar gosvirknin að mestu, en sprungurnar ná lengra til norðausturs yfir Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðavatn og enda í Mosfellssveit.

23. Kerin – Ögmundarhraun

Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist, s.s. Afstapahraun um 900, Hvaleyrarhraun og Svínahraun um 1000, Ögmundarhraun um 1151 og Kapelluhraun 1020 og Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun um 1188. Svartahraun við Bláa lónið er frá 1226. Yngra Afstapahraun er frá sögulegum tíma og Stampahraun og Arnarseturshraun eru frá 1226. Nýjasta er sennilega frá 14. öld, þ.e. hraun við Hlíðarvatn frá árinu 1340. Kerin eru hluti sprungureinar er Ögmundarhraun rann um 1151 og þar með hluti af Gvendarselsgígunum stuttu efra. Ofan við Kerin hefur eitt elsta og stærsta villta grenitréð á Skaganum náð að dafna.

24. Óbrinnishólar

Tvisvar hefur gosið í Óbrinnishólum. Talið er að fyrra gosið hafi verið fyrir um 21 öld en síðara gosið hafi verið 650 árum f.Kr. Jón Jónsson, jarðfræðingur, sagði eftirfarandi um Óbrinnishóla: „Hraun frá fyrra gosinu í Óbrinnishólum hef ég ekki fundið í næsta nágrenni þeirra, en um 1-2 km vestur af hólunum eru hólmar tveir, sem yngra hraunið hefur ekki runnið yfir. Vel má vera að eldra hraunið komi þar fram, en ekki hef ég haft tækifæri til að athuga það. Næst syðsti gígurinn í Óbrinnishólum er frá fyrra gosinu og eftir nokkra leit fannst þar allþétt hraunlag inni í gjallinu. Kom þá í ljós, að hraun það, er komið hefur í fyrra gosinu, er mjög ólíkt hrauninu úr því síðara. Aftur á móti er það svo líkt Búrfellshrauni, að það verður naumast frá því skilið. Kemur þetta hvað greinilegast fram, þegar taldar hafa verið steintegundir á báðum hraunum“. Um aldur fyrra gossins í Óbrinnishólum er ekki vitað. Samkvæmt [...]

25. Dauðadalir

Stórabollahraun er talið vera um 2700 ára. Hraunið ber keim af dyngjugosi. Gígurinn, mjög stór, er utan í vestanverðu Kóngsfelli í norðanverðum Grindaskörðum ofan Hafnarfjarðar. Hraunið er undir Tvíbollahrauni, komið úr gígum skammt sunnar. Dauðadalahellarnir eru í Stórabollahrauni, Þeir eru nokkrir, þ.á.m. Flóki. Leiðarendi, einn mest sótti ferðamannahellir á landinu, er einnig í Stórabollahrauni. Yfir honum hvílir Tvíbollahraunið. Á einum stað hefur það náð að þröngva sér inn í hellinn. Upptök Tvíbollahrauns eru í framangreindum Tví-Bollum eða Mið-Bollum. Tví-Bollarnir þeir eru tveir samliggjandi gígar í brúnum Grindarskarða, í um 480 m hæð yfir sjó. Hraunið hefur fossað niður bratta hlíðina niður á láglendið en einnig runnið í lokuðum rásum. Hraunið flæmdist síðan til norðurs milli móbergshnúka og klapparholta allt niður undir Hvaleyrarholt við Hafnarfjörð. Tvíbollahraun er runnið eftir landnám og er eitt af nokkrum hraunum sem brunnu í miklum eldum á 10.-11. öld.

26. Skúlatún – Skúlatúnshraun

Skúlatún er óbrennishólmi í Skúlatúnshrauni (Stórabllahrauni) sem rann fyrir um 2000 árum. Sumir vilja ætla að þar megi sjá til fornra minja, en slíkt verður að telja hæpið. Nokkrir gervígígar í Skúlatúnshrauni sýna hvar ströndin hefur legið þegar fyrri hraun runnu út í sjó. Þessir gervigígar eru taldir myndaðir eftir ísöld og eldri en hraunin í kring, þar með talin Skúlatúnshraun og Tvíbollahraun. Gervigígarnir eru til marks um að fyrir tíma Skúlatúnshrauns og Tvíbollahrauns hafa hraun runnið sömu leið til sjávar en þegar þeir myndast þeytast upp hraun og setlög. Er þetta ástæðan fyrir því að í gervigígunum í Skúlatúnshrauni megi meðal annars finna skeljar í bland við klepra og gjall en skeljarnar hafa verið undan ströndinni sem hraunið rann yfir.. Skúlatúnshraun (Eldra Hellnahraun) og Tvíbollahraun (Yngra Hellnahraun) eru mjög lík í ásýndum og lengi hefur þótt erfitt að greina þau að. Skúlatúnshraunið, líkt og Tvíbollahraunið, hefur komið úr Brennisteinsfjallakerfinu og hefur það runnið svipaða leið til sjávar. Er [...]

27. Búðarvatnsstæði – Yngra Afstapahraun

Vestan undir Búðarvatnsstæðinu er hár hraunkantur. Undir honum, þar sem einn síðasti girðingarstaur mæðiveikigirðingarinnar á mörkum Krýsuvíkur og Vatnsleysustrandar-hrepps, stendur enn, er fyrrnefnt Búðarvatnsstæði. Markaði girðingin landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga. Hraunkanturinn er hluti af Yngra Afstapahrauni frá um 1325. Vatnsstæðið er nokkuð stórt og virðist hafa verið lagað til af mannahöndum. Það kúrir í grasbletti ofan við úfið hraunið og þaðan er útsýnið vítt og fallegt til suðurs og austurs. Örnefnið er sérkennilegt og gæti bent til þess að við vatnsstæðið hafi verið áningarstaður. Ekki er ólíklegt að þeir sem unnu við kolagerð í Almenningi hafi hafst við tímabundið við Búðarvatnsstæðið og af því sé nafnið dregið. Þegar farið er upp á hraunjaðarinn ofan við Búðavatnsstæðið sést merkileg varða. Hún er hlaðin úr sléttum hraunhellum. Eðlilegt hefur verið að hlaða vörðuna þarna því hún er í beinni línu úr Markakletti, mörkum Hvassahrauns og Lónakots við Hraunsnes, og sést því vel [...]

2021 útgáfa af Litla Ratleik Hafnarfjarðar komin út

Nú er komin út 2021 útgáfa af Litla Ratleik Hafnarfjarðar en fyrsta útgáfan kom út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um páskana í fyrra og var ætlað að vera krydd í tilveruna fyrir þá fjölmörgu sem ákváðu að ganga um bæinn þegar sóttvarnarreglur voru lagðar á. Í honum eru 15 áhugaverðir staðir á einhvern hátt og góðir staðir til að koma við á í gönguferðum um bæinn. Leikurinn er í vefútgáfu og auðvelt er að nýta snjallsíma til að lesa fróðleiksmola um staðina en fjöldi mynda eru birtar til að sýna staðina fyrr og nú. Þátttakendur eru hvattir til að njóta og mega gjarnan bæta við fróðleik og koma með ábendingar. Skotbyrgið ofan byggðarinnar í Áslandi 3 Allar upplýsingar á vefnum Allt sem þarf er snjallsími og að smella á þennan tengil: https://ratleikur.fjardarfrettir.is/.../litli-ratleikur-2021 Svo má líka prenta út og hafa með sér á göngu. Það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur leikinn út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ – Heilsubæinn [...]

1 – Hellisgerði, Bjarni riddari

Skrúðgarðurinn Hellisgerði var vígður á Jónsmessu 1923. Málfundafélagið Magni, sem stofnað hafði verið þremur árum áður, hafði frumkvæði að gerð hann og annaðist hann rekstur hans um langt skeið. Hafði einn félaganna, Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri í Dverg, hvatt til þess að sérkenni Hafnarfjarðarhrauns yrðu varðveitt og þótti Hellisgerði ákjósanlegur staður til að koma upp blóma- og skemmtigarði. Í skipulagsskrá segir að tilgangurinn væri þríþættur: 1. Að vera skemmtistaður, þar sem bæjarbúar eiga kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum. 2. að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt. 3. að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar, þegar mannvirki framtíðarinnar hafa máð þær út annars staðar í bænum. Var skipað fimm manna garðráð sem stjórnaði starfseminni til 1977 er starfsemi Magna lagðist niður og hefur Hellisgerði síðan verið á ábyrgð garðyrkjustjóra Hafnarfjarðarbæjar. Styttan af Bjarna Sívertsen. Árið 1950 var afhjúpuð stytta af Bjarna riddara Sivertsen sem gerð var af hinum merka listamanni Ríkharði [...]

2 – Einarsreitur

Framan af í Hafnarfirði var saltfiskur einkum þurrkaður á mölunum við sjávarsíðuna eins og á Hamarskotsmöl og Langeyrarmölum en þegar útgerðin jókst og bærinn stækkaði þurfti að finna stærri og betri svæði fyrir fiskreitina. Frá Einarsreit. Ljósm.: Óþekktur Framan af 20. öldinni voru margir fiskreitir útbúnir í Hafnarfirði og þá einkum í hrauninu í útjaðri hans og urðu þeim hin mestu mannvirki. Það verk að brjóta Hafnarfjarðarhraunið undir fiskreiti var mikið og erfitt starf sem oftast var unnið í akkorðsvinnu. verkfærin voru járnkarl, haki, sleggja og fleygar auk hins svokallaða Hafnarfjarðarþrífótar sem var eins konar krani, píramídalagaður gálgi með blökk og handvindu sem fjórir menn gátu komist að samtímis og lyft þannig allþungu grjóti eða dregið á milli staða. Eins og sjá má á hleðslunum hér var grjótinu ekki hrúgað upp heldur lögðu menn metnað í hleðslurnar, jafnvel þótt um ákvæðisvinnu væri að ræða. Einarsreitur. Einar Þorgilsson útgerðarmaður lét úbúa saltfiskreiti þennan árið 1913 og [...]

3 – Mánastígur

Fjölmörg opin svæði eru í Hafnarfirði sem eru ómerkt og gönguleiðir að þeim alveg ómerktar. Þar leynast margar náttúruperlur, ekki síst í hraununum við Álfaskeið og Arnarhraun. Aðgengi að þeim er í raun ágætt og stígar í gegnum þau, en þessir stígar eru heldur hvergi merktir. Stígur gengur í gegnum hraunið á milli Mánastígs og Klettahrauns. Eitt þessara svæða liggur á milli Arnarhrauns, Álfaskeiðs og Klettahrauns og er ágætt aðgengi að hrauninu um stíg sem liggur í beinu framhaldi af Mánastíg, en við hann eru aðeins þrjú hús. Hann liggur í gegnum svæðið og inn á Klettahraun. Þaðan er tilvalið að ganga yfir Smyrlahraunið yfir á Einarsreitinn þar sem finna má minjar um fiskþurrkun. Hraunið sem er um 1,5 ha að stærð, er að mestu ósnortið og til almenningsafnota þó einhverjir lóðarhafar hafi fikrað sig inn á bæjarlandið með sínar lóðir. Þarna má njóta fjölbreytileika hraunsins og gaman að sjá hvernig trjáplöntur ná að nýta sér sprungur [...]

4 – Reykdalsvirkjunin

Árið 2001 var stofnaður vinnuhópur til að undirbúa hvernig minnast mætti á eftirminnilegan hátt brautryðjandastarfs Jóhannesar J. Reykdals og 100 ára afmælis rafvæðingar í Hafnarfirði og á Íslandi. Hópurinn tók sér vinnuheitið Reykdalsfélagið og að frumkvæði þess var ráðist í endurbyggingu Reykdalsvirkjunar, sem upphaflega var gangsett haustið 1906. Endurbyggingin náði til endurgerðar miðlunarlóns, stíflu og aðveitustokks, auk þess sem byggt var nýtt glerhús sem hýsir hverfil og rafal undir brúnni á Lækjargötu. Framkvæmdum við endurbygginguna lauk seint árið 2007 og var Reykdalsvirkjun formlega endurræst þann 18. janúar 2008. Ný stífla, stokkur og rafstöð. Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir, var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldaranum á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk og stöðvarhús með íbúð fyrir stöðvarstjórann og fjölskyldu hans. [...]

5 – Reykdalsstíflan

Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi var reist í Hafnarfirði árið 1904. Var það athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal sem reisti hana og átti og stóð rafstöðin við Austurgötu. Stöðvarhúsið, undir Lækjargötubrúnni. Fljótlega dugði hún ekki til og reisti Jóhannes þá nýtt stöðvarhús á Hörðuvöllum og stíflu í Hamarskostslæk um 100 m ofar. Stíflan hefur verið endurgerð á upprunalegum stað og stokkur byggður í stíl við upphaflega stokkinn. Hverfillinn í nýju virkjuninni. Rafstöð til að minnst frumkvöðulsins var svo byggð undir Lækjargötubrúnni. Sú virkjun er í raun endurgerð Hörðuvalavirkjunar sem tekin var í notkun 1906. Stöðvarhúsið Sjá nánar við 4 -  Reykdalsvirkjun.

6 – Setbergsbærinn gamli

Um aldir hefur verið búið á jörðinni Setbergi við Hafnarfjörð en elstu heimildir um jörðina eru frá árinu 1505. Bærinn stóð ofarlega í Setbergstúninu en túnið lá á móti suðvestri. Upp úr 1770 var bærinn teiknaður upp og var þá hinn reisulegasti enda sýslumannssetur. Minjar Setbergsbæjarins hafa verið friðlýstar. Rúst gamla Setbergsbæjarins er bæði stór og greinileg. Til eru sögur um bænahús eða kapellu við Setbergsbæinn og á hún að hafa staðið þar sem nú er „Galdraprestaþúfa“ skammt frá bæjarrústinni. Þar réð meðal annars ríkjum sr. Þorsteinn Björnsson (d. 1675) en eftir hann liggur kvæðasafnið „Noctes Setbergenes“ eða Setbergsnætur sem varðveitt er í Árnasafninu. Kvæðasafn þetta orti hann meðal annars til að „stytta sér hið leiða líf“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þorsteinn þessi var, að talið er, rammgöldróttur og lagði hann svo á að ekki mætti hrófla við þessari þúfu án þess að illa færi. Rústirnar. Teikning af gamla Setbergsbænum. [...]

7 – Stekkjarhraun

Stekkjahraun var friðlýst árið 2009 en það liggur á milli Setbergshverfisins og Mosahlíðarinnar. Hraunið þar kom úr Búrfelli fyrir um 8.000 árum eins og stór hluti hraunsins í Hafnarfirði og í Garðabæ sem þekur um 18 km² svæði. Meðfram því liggur Lækjarbotnalækur. Stekkurinn.   Stekkjarhraun dregur nafn sitt af stekk eða stekkjum frá Hamarskoti og Görðum og má enn sjá leifar þeirra. Í bréfi frá 1670-80 segir, að Hamarskot og Garðar hafi haft þarna stekk. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli. Stekkjarhraun. Stekkurinn er til vinstri á myndinni. Rétt hjá er vatnsból, nefnist Lambadrykkur. Vestan undir hrauninu eru hvammar tveir. [...]

8 – Skotbyrgi á Mógrafarhæð

Mógrafarhæð nefnist öxlin sem gengur suðaustur frá hábungu Ásfjalls innan við byggðina í Áslandi 3, í áttina að Bláberjahrygg. Ekki er þó talið að mótekja hafi verið á þessu svæði. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með riffla en þar var einnig gervifallbyssu úr gildum trjálurk sem leit út eins fallstykki úr lofti. Skotbyrgið ofan byggðarinnar í Áslandi 3 Einnig eru skotbyrgi undir Dagmálavörðunni. Þá eru leifar fimm annarra byrgja suðaustar í fjallinu. Ógreinilegur troðningur er í gegnum lúpínuna frá Skógarási að skotbyrginu og frá skotbyrginu að vörðunni á Ásfjalli.

9 – Varðan á Ásfjalli

Ástjörn og Ásfjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1996. Fólkvangurinn umlykur friðland Ástjarnar en Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Ásfjallið var lengi sagt lægsta fjall á Íslandi. Það mun þó ekki vera alls kostar rétt því á Austurlandi mun þó finnast fjall sem mælist lægra. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins. Á Ásfjalli eru minjar um hersetu fyrr á öldinni, m.a. eru minjar frá hersetu Breta neðan við vörðuna. Ásfjall er hæst 127 m.y.s. Það er í raun grágrýtishæð. Ásfjall og Ástjörn bera nafn af bænum Ási, sem stóð undir fjallinu. Fjallið er víðast hulið lausum jarðlögum, en allvel gróið mosa og lyngi.  Efst á því er Dagmálavarðan, sem nú hefur verið endurhlaðin. Dagmálavarðan á Ásfjalli. Dagmálavarðan var fyrst og fremst leiðarmerki á fiskimið, sbr.: „Með hvarfi vörðunnar á Ásfjalli hefði líka horfið eitt ágætt fiskimið. Í endurminningum Erlends Björnssonar á Breiðabólsstöðum kemur fram [...]

10 – Bleikisteinn

Á Bleikisteinshálsi, efst á Hamranesi, er Bleikisteinn sem var markavarða jarðanna Hvaleyrar og Áss. Á honum er gróin fuglaþúfa, sem einhverju sinni hefur verið lítil varða á jarðfastri klöppinni. Bleikisteinn Hamranesið er í dag að mestu útgrafið en þar var sprengt grjót til að nota við nýjustu hafnargarðana í Hafnarfjarðarhöfn. Útjaðrarnir eru þó eftir sem mynda nesið, og sjá má mikil björg, fagurlega skreytt skófum norðan vert í hálsinum. Landmælingastólpi. Í örnefnalýsingunni (AG) fyrir Ás segir: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.“ Ofar, á Bleikisteinshálsi, er markavarða í línu að Þormóðshöfða. Þessi varða er nokkrum metrum ofan við endimörk mikils jarðrasks utan í hálsinum.

11 – Fjárhús á Grísanesflötum

Norðvestan í Grísanesinun, í neshorninu á Grísanesflötum. eru tóftir fjárhúss. Hleðslurnar hafa verið mjög vandaðar og eru nokkuð heillegar og vel varðveitt. Hleðslurnar gætu einnig hafa verið hafðar til annarra nota. Rústir fjárhússins við Grísanes áður en Vellirnir voru byggðir. Friðhelgun fjárhússins hefur nú verið rofin en ekki má raska neinu í 15 m fjarlægð frá fornminjum. Þar er nú fyrirhugað að hafa fótboltavelli. Ekki raska jarðvegi nær fornminjum en 15 m. Hér eru aðeins um 8 m í framkvæmdirnar. En efst í holtinu, ofan við réttina er hlaðin borg, sem nokkuð hefur verið raskað, en enn má þó vel sjá lögun hennar og hleðslur. Leiðigarðar eru út frá borginni til norðurs og vesturs og að inngangi austan hennar. Fjárhúsið hefur verið stórt og vandað. Vestan undir hæðardragi við Grísanes, norðan við göngubrúna, eru tvær tóftir sitt hvoru megin við göngustíginn, sem lagður hefur verið umhverfis Ástjörn. Þá eru einnig hleðslur, rétt sunnan [...]

12 – Krýsuvíkurvegurinn gamli

„Hinn nýi vegur til Krýsuvíkur, sem nú er í smíðum, hefur vakið mikið umtal, og hefur fyrirtæki þetta að mestu sætt áfellisdómum. Er því einkum borið við, að vegagerð þessi verði vitleysislega dýr, en gagnið af henni óvíst.“ Þetta mátti lesa í ítarlegri grein Árna Óla í Lesbók Morgunblaðsins 21. júlí 1940. Krýsuvíkurvegur - Ljósm.: Ómar Smári Ármannsson. Finna ummerki gamla Krýsuvíkurvegarinn vestan við göngustíginn að undirgöngunum undir Reykjanesbraut á móts við Bónus. Þar má sjá upphlaðinn veginn með vönduðum hleðslum. Hér má sjá hvar vegurinn tengdist yfir á Hvaleyrarholtið. Það skal getið að Reykjanesbrautin kom langt á eftir Krýsuvíkurveginum og leiðin út úr Hafnarfirði var um Suðurgötu og það sem nú heitir Suðurbraut. Glæsilegar hleðslurnar. Fjölmargir ganga fram hjá gamla Krýsuvíkurveginum sem enn hefur ekki verið merktur.

13 – Ljónagryfjan

„Ljónagryfjan" svonefnda myndaðist þegar tekið var stórgrýti vegna hafnarframkvæmda við Suðurgarðinn i Hafnarfirði um 1950. Fyllt hefur verið upp í gryfjuna og skemmtilegum leikvelli komið fyrir. Aðkoman að gryfjunni var fremst á myndinni. Á áttunda áratugnum notaði Fiskimjölsverksmiðjan Lýsi & mjöl gryfjuna fyrir loðnuþró, en undir lok áratugsins notaði Hafnarfjarðarbær hana sem geymslu fyrir bílhræ í nokkurn tíma. Töluvert var um að fólk næði sér í varahluti úr bílhræjunum um leið og það losaði sig við rusl að heiman í gryfjuna. Fyrir rest var gryfjan hreinsuð og síðar fylltu upp að hluta en í dag er þarna leikvöllur og fallegt umhverfi.

14 – Verslunarstaðurinn Fornubúðir

Hafnarfjörður var aðalhöfn Hansakaupmanna hér á landi á ofanverðri 15. öld og alla þá sextándu. Verslunarbúðir Hansakaupmanna í Hafnarfirði voru á svoköllum Háagranda sem var ysti hluti Hvaleyrargranda. Þar höfðu þeir ríka þörf fyrir varanlegan húsakost enda fjölmennar áhafnir á skipum þeirra, jafnvel um 60 manns á hverju. Fornubúðir voru á tanga sem náði all frá Hvaleyrarlóni og að þar sem nú er smábátabryggja. Gísli Sigurðsson skrifaði um Fornubúðir og Hvaleyrartjörn í tímaritið Sögu árið 1963: „Fornubúðir hét hann, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð á miðöldum. Hann er talinn hafa staðið á Hvaleyrargranda, sem líka er nefndur Hafnarfjarðargrandi eða Grandinn við Hafnarfjörð. Þarna er hann talinn hafa staðið, frá því sögur hófust um verzlun og siglingar til Hafnarfjarðar fram til ársins 1677, að verzlunarstaðurinn var fluttur norður yfir fjörðinn, í land Akurgerðis, hjáleigunnar hjá Görðum. Talið er, að færsla þessi hafi átt sér stað sérstaklega vegna þess, að þrengdist um hann af landbroti og sjávargangi.“ Þá segir hann einnig: [...]

15 – Dráttarbrautin

Skipasmíðastöðin Dröfn var stofnuð árið 1941 en árið 1944 var hafin bygging dráttarbrautarinnar sem tekin var í notkun 1946. Áður hafði helsta skipasmíði í Hafnarfirði verið í Skipasmíðastöð Haraldar Nyborg neðan við þar sem ráðhús bæjarins er núna. Hins vegar mun Bjarni riddari Sivertsen hafa haft sína merku skipasmíðastöð á þessum slóðum, í landi Ófriðarstaða, í upphafi 19. aldar. Dröfn hf. var lýst gjaldþrota 1995 en síðar eignaðist Vélsmiðja Orms og Víglundar dráttarbrautina en hún hefur ekki verið notum um langt árabil. Mynd frá um 1975. Ljósmynd: Guðni Gíslason Í húsi ofan við Strandgötuna, sem í daglegu tali nefnist Drafnarhúsið, var um langt skeið blómleg iðnaðarstarfsemi. á efri hæðinni rak Dröfn öflugt trésmíðaverkstæði en á neðri hæðinni var byggingarvöruverslun Drafnar. Í hliðarbyggingu, þar sem veitingastaðir eru í dag var járn- og vélaverkstæði sem þjónustaði að mestu skipasmíðina og viðgerðir á skipum. Vestan við dráttarbrautina standa enn smíðaverkstæði skipasmíðastöðvarinnar og nýrra hús sem hýsti minni báta og bátasmíði. [...]

Sigurvegarar í Ratleik Hafnarfjarðar 2020

Ratleikur Hafnarfjarðar 2020 lauk 21. september sl. Í ár var uppskeruhátíðin með óhefðbundnu sniði, send út á Facebook sl. fimmtudag. Þar var leikurinn kynntur með myndum og hann gerður upp að venju. Dregið var úr innsendum lausnum í hverjum flokki og eru veitt þrenn verðlaun í hverjum þeirra. Þar að auki var dregið um 14 glæsileg útdráttarverðlaun sem gefin voru af fyrirtækjum og stofnunum. Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar Alls skiluðu 98 einstaklingar inn lausnum og höfðu fundið öll ratleiksmerkin 27. Tveir þessara gerðu sér lítið fyrir að kláruðu leikinn á einum degi og mældist gönguferð þeirra um 62 km. Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Guðmundur Gunnarsson, Hringbraut 2B. Fékk hann að launum glæsilegt Vatnajökul Alpha vesti frá 66° Norður. 2. sæti: Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Háabergi 35. – fékk hún að launum Bose Home 500 Wifi snjallhátalara frá Origo. 3. sæti: Einar Ólafsson, Lyngbergi 25 – fékk hann að launum 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ Göngugarpur Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Elísa Björg Ágústsdóttir, Sævangi 47. Fékk hún að launum [...]

1. Fornubúðir (verslun)

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri segir m.a.: „Þá er komið að Óseyrartjörn. Hér tekur Grandinn mikinn sveig út í höfnina. Nefnist þar Kringla, en innsti hluti Grandans heitir Háigrandi og Grandahöfuð. Hér stóð verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð í eina tíð, Fornubúðir.“ Á síðustu öld sást enn móta fyrir grunnum verslunarhúsa á Grandanum, en þær eru nú að mestu horfnar.

2. Móðhola (draugur) – Hvaleyrarhraun

Vesturlandamerki Hvaleyrar að norðanverðu lá niður í Þórðarvík um Stóruvörðu, sem stóð á hraunbrúninni rétt þar sem alfaraleiðin lá upp á Kapelluhraunið (hún var eyðilögð við jarðvegsraskið í hrauninu). Frá Þórðarvík og innar nefnast Gjögur, og liggur leiðin innanvert við þau. Skarfaklettur er innarlega á Gjögrunum og enn innar Háanef. Suður af því liggur leiðin hjá djúpri gjótu, nefnist Móðhola, en Móðhóll klapparhryggurinn, sem holan er í. Þar þótti reimt hér fyrrum, en andríkur prestur í Görðum kom að þessum reimleikum og ku hafa kveðið drauginn Móða niður. Þó er allur varinn góður.

3. Miðaftanshóll (landamerki, járnbraut)

Árið 1918 gekk í garð með almennu atvinnuleysi hér í Hafnarfirði og eins í Reykjavík. Stofnað var til svokallaðrar dýrtíðarvinnu. Það var lagning nýs vegar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Í suð-vestur um hraunið átti vegurinn að liggja og Miðaftanshóllinn að hverfa að helmingi undir veginn, þaðan eftir hrauninu niður á melinn norðan Setbergshamars og yfir Kaplalæk, svo um Sjávarhraunið niður á Hörðuvelli og tengjast þar Lækjargötunni. Þetta átti að verða besti og breiðasti vegur landsins fram að þessu, nefnilega 7 metra breiður, svo breiður, að auðvelt væri að leggja járnbrautarteina á annarri vegarbrúninni, þeirri eystri. Vegagerðinni var aldrei lokið, eins og svo oft á þessum tíma. Enn í dag má sjá leifar af dýrtíðarvinnunni við Miðaftanshól. Öðrum köflum vegagerðarinnar hefur því miður verið spillt. Varðan á hólnum er fyrrum hornmark milli landa Garðalands, Hafnarfjarðarlands og landa Urriðakots, Hagakots og Vífilsstaða.

4. Hagakotsstígur (selstígur)

Í Urriðakoti við Urriðakotsvatn hefur verið seljabúskapur til forna. Þar hafa verið grafin upp mannvirki frá landnámstímanum sem hafa verið túlkuð sem kúasel, það er sumardvalastaður eða eins konar útibú frá bæ þar sem kýr voru hafðar yfir sumartímann. Fundist hafa leifar af skála, fjósi og húsi til mjólkurvinnslu og ostagerðar sem og soðholu. Þá eru þar nokkrar kynslóðir af yngri seljum með þrískiptum húsum, baðstofu og búri auk eldhúss, sem ná frá 13. til 15. aldar. Selsstaðan hefur væntanlega verið frá Hofstöðum og liggur selsstígurinn um Hagakot og Hafnarfjarðarhraun að Urriðakoti.

Go to Top