Ratleikur Hafnarfjarðar 2025 er hafinn!
Ratleikskortin komu úr prentun í dag og liggja frammi í Fjarðarkaupum, Firði, Bókasafninu, Suðurbæjarlaug, Ásvallalaug, Músik & sport, Altís og jafnvel víðar. Eftirvæntingin hefur greinilega verið mikil og margir spurt um kortin. Einmuna veðurblíða öskrar hreinlega á útivist í upplandinu og á góðum degi er flott útsýni frá ratleiksstöðunum enda er þema leiksins í ár er: Hnúkar, hamrar, höfðar, holt, — hlíðar, hæðir og hólar Hann Egill Guðmundsson, einn af virkum Ratleiksþátttakendum, var fljótur að sjá ljóðrænt úr þemanu og sendi Ratleiknum eftirfarandi: Hnúkar hamra Höfða Holt er lágt að vanda Hlíðar mynda Hæðir Hólar einir standa Flott lýsing á hugtökunum! Leikurinn leiðir því þátttakendur á staði með gott útsýni og að sjálfsögðu á áhugaverða staði sem eiga sér sína sögu, sem finna má nánar um á ratleikskortinu í styttri útgáfu en í fullri útgáfu hér á síðunni. Óvenju mörg merki eru í bænum og allra næsta nágrenni og höfðar leikurinn sérstaklega til þeirra sem eru að prófa í [...]